Sćtistala: 80
Atómmassi: 200,59
Bygging
atómsins: Kvikasilfur hefur 80 róteindir og
121 nifteindir.Massatala þess er 200,6.KvikasilfursAtóm
hefur:· 2 rafeindir á 1. hveli· 8 rafeindir
á 2. hveli· 18 rafeindir á 3. hveli·
32 rafeindir á 4. hveli· 18 rafeindir á
5. hveli· 2 rafeindir á 6. hveli (eða 2 gildisrafeindir).
Mynd
1. Kvikasilfursatóm.
Kvikasilfur
er málmtegund samkvæmt lotukerfinu og nánar
tiltekið hliðarmálmur. Kvikasilfur er táknað
sem Hg í lotukerfinu og er það komið frá
latneska orðinu Hydragyrum. Hydra = Vatn og Gyrum=Silfur.
Enska almenna orðið yfir þetta er einnig Quicksilver
eða Living Silver. Orðið Mecrury sem er upprunalega
orð þessa efnis er nefnt eftir plánetunni Merkúr.
Lýsing:
Kvikasilfur er upprunalega úr kjarna jarðar en hann
berst upp á yfirborðið með eldgosum, hverum
og frá ýmsum röskunum í iðrum
jarðar. Hann berst yfirleitt upp í bergi sem kallast
Sinnóber sem er fagurrautt eða ljósrautt berg.
Sinnóber er aðallega fundinn á Spáni
og Ítalíu en 50% af allri kvikasilfursframleiðslu
fer einnig fram þar. Bandaríkin, Mexíkó
og Sovétríkin framleiða einnig kvikasilfur
en það er allt unnið úr Sinnóber
sem fundist hefur á Spáni eða Ítalíu.
Kvikasilfur er eini málmurinn sem er í fljótandi
formi við venjulegan hita (herbergishita).
Mynd
2. Sinnóber
Úrvinnsla
kvikasilfurs: Til að vinna Kvikasilfur úr Sinnóber
þarf að raða honum upp og hita hann upp í
580 °C og nota afoxunarefni eins og t.d. súrefni
til að vinna á honum. Gufan sem myndast af þessu
er kvikasilfur. Gufan er svo látinn flæða um
einvherskonar leiðslur og ílát ásamt
vatni og verður hún að fljótandi efni
sem sest á botninn sökum þyngdar þess
en öll önnur efni fljóta til yfirborðs.
Með þessu móti er hægt að fá
hreint kvikasilfur.
Hætturnar:
Kvikasilfur hefur mjög skaðleg áhrif á
taugakerfið. Ef neytt er matar sem inniheldur kvikasilfur
af einhverjum ástæðum, t.d. mengun, mun hann
berast til tauga í gegnum blóðrásina
og valda þar miklum skemmdum, jafnvel í litlu magni.
Það hefur sérstaklega slæm áhrif
á nýru og heila og ef það kemst þangað
getur það valdið minnisleysi, miklum svima og
stjórnlausum skjálftum ásamt fleiru. Það
berst einnig í gegnum húð en mjög rólega.
En til hvers?
Kvikasilfur er notað í mælum t.d. líkamshitamælum
og loftvogum. Það er einnig notað í tannfyllingar
en þá ekki eitt og sér. Það er
blandað saman við gull eða silfur því
að það þarf ekki að hita það
nema 580° til að færa það í fljótandi
form og skilur það sig við restina af efnunum
í tannfyllingunni og á móti því
harðnar það á örskömmum tíma
og helst ótrúlega stöðugt.
Fáfræði
fortíðarinnar. Um miðja 19.öld var Kvikasilfur
notað í ýmiss leikföng sökum fljótleika
þess. Það var eflaust áhugavert fyrir
börn og unglinga að leika sér með fljótandi
málm og ef ég vitna í efnafræðing
úr heimildaskránni hér fyrir neðan,
"Hver lék sér ekki með kvikasilfur í
skólanum á þessum tíma ?". Nú
eru hinsvegar breyttir tímar og með tímanum
hafa rannsóknir leitt í ljós að kvikasilfur
í umhverfi okkar í örlitlu magni hefur mjög
slæm áhrif á heilsu lífvera bæði
ofansjávar og neðan. Í Bandaríkjunum
er kvikasilfursmengunin sumstaðar það mikil að
fólk er varað við að neyta sjávardýra
sem veidd eru í nágrenni við stórar
hafnir og stór vötn þar sem greinst hefur
Kvikasilfur.
Þurfa
Íslendingar að hafa áhyggjur af kvikasilfurseitrun?
Svarið er "nei", en þó ert vert að
vita að heilbrigðisyfirvöld hafa nýverið
breytt bólusetningum sínum með það
að leiðarljósi að gera þær einfaldari
og betri. Nú er bólusett gegn 5 sjúkdómum
með einni sprautu og inniheldur hún bólusetningarefni
og kvikasilfursblöndu. Þessi sprauta er gefin þrisvar
sinnum eða við 3, 5 og 12 mánaða aldur. Kvikur
hafa verið á lofti um að Kvikasilfrið í
þessum bóluefnum valdi einhverfu en er styrkur
þess þó mjög lítill. Einhverfa
greinist yfirleitt milli 2 til 3 ára aldurs og eins og
lesa má hér fyrir ofan þá berst kvikasilfur
til tauga og þá getum við spurt okkur sjálf
er fylgni þar á milli?
Heimildir:
http://www.webelements.com/webelements/elements/text/Hg/key.html
http://mineral.galleries.com/minerals/sulfides/cinnabar/cinnabar.htm
http://redbaron.bishops.ntc.nf.ca/science/chem/mercury/SourcesandProcessing.html
http://geology.about.com/library/weekly/aa020302a.htm
http://www.chemicalelements.com/elements/hg.html
http://www.thesolidmuldoon.com/Features/7_23_02/Mercury.html
Munnmæli:
Selma Þorvaldsdóttir - Nemi í Þroskaþjálfun
Höfundur: Jón Levy Guðmundsson, Nát123
|