Til baka
 

 

Natríum - Na

 

Sćtistala: 11
Atómmassi: 22,98770

Bygging atómsins: Natríum hefur massatöluna 23. Þegar það myndar jón, losar það sig við eina rafeind og verður Na+

Flokkurinn sem natríum tilheyrir er flokkur A1 og er sá flokkur kallaður alkalímálmar. Liturinn á natríum er silfurhvítur. Natríum myndar salt með málmleysingjum og það finnst í stórum skömmtum neðan jarðar í botnfalli (saltnámum). Það er auðveldlega fundið sem fast efni, þurrkað.

Natríumklóríð (NaCl) bráðnar við hátt hitastig, meira en 800 gráður á Celsíus., samt sem bráðnar blanda af NaCl (40%) og kalsíumklóríði CaCl2 (60%) við 580 gráður á Celsíus.

Sápa er venjulega natríumsalt með fitusýrum. Það mikilvæga með natríum salt í fæðu er að það var uppgötvað löngu áður en natríumið sjálft var skilgreint sem undirstöðuatriði. Algengasta blandan af natríum er natríumklóríð eða matarsalt, NaCl.

Natríum mundi venjulega ekki vera búið til á rannsóknarstofum því það er svo auðvelt að finna það. Það stafar mikil eldhætta af natríumi.

Nokkur dæmi um notkun á natríum: Natríum gufa er notuð í lampa, í götuljós, og svo er það í matarsalti.

Það er auðvelt að skera natríum, þá kemur í ljós glansandi yfirborð, en það verður brátt bitlaust vegna virkni lofts og raka. Ef natríum er brennt verður niðurstaðan natríumoxíð Na2O.

Nafnið natríum kemur úr grísku.

Saga efnisins: Þangað til á 18. öld var enginn greinarmunur gerður á kalíum og natríum. Þetta er vegna þess að efnafræðingar þekktu þau ekki í sundur. Natríum var fyrst einangrað árið 1807 af Sir Hamphrey Davy sem gerði það eftir rafgreiningu af þurrsteyptu natríumhýdroxíði NaOH. Natríum safnast við neikvætt rafskaut. Stuttu eftir það einangruðu Thenard og Gay Lussac natríum.

Höfundur: Arna Daníelsdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK