Sćtistala: 8
Atómmassi: 16
Bygging
atómsins:
Fjöldi
róteinda í kjarna súrefnisatóms
er 8.
Fjöldi nifteinda í kjarna súrefnisatóms
er 8.
Fjöldi rafeinda á brautum súrefnisatóms
er 8.
Súrefni
er málmleysingi sem við gætum ekki lifað
án. 65% af líkama okkar er súrefni!!! Við
öndum súrefni að okkur, grænar plöntur
taka til sín CO2 úr andrúmsloftinu
og ljóstillífa. Þegar þær ljóstillífa
er auakaafurð sem þær henda aftur út
í andrúmsloftið súrefni! 21% af andrúmsloftinu
er súrefni!
Fyrir 3,5
milljónum ára var ekkert súrefni í
andrúmsloftinu! Það kom sökum ljóstillífunar
örvera og með tilkomu þess gátu flóknari
lífverur farið að þróast!
H2O
er sennilega best þekkta efnasamband í heimi. Það
er, eins og allir vita, vatn og myndast þannig að
súrefni tengist 2 vetnisatómum (H) og saman mynda
þau vatn. Súrefni er sko með 6 gildisrafeindir
á ystu braut. Súrefni er með 2 brautir. Fullskipuð
önnur braut er með 8 gildisrafeindum. Vetni er með
1 gildisrafeind á fyrstu braut en fullskipuð fyrsta
braut er 2! Vetni er bara með eina braut og þarf því
aðeins eina gildisrafeind frá súrefni. Súrefni
fer í samvinnu við vetni. Vetni og súrefni
mynda samgilt tengi. Ef súrefni binst við eitt vetni
þá eru 7 gildisrafeindir komnar en súrefni
þarf 8! Súrefni binst því alltaf við
2 vetnisatóm. Þess vegna er þetta H2O!
Ósónlagið
er myndað af svokölluðum ósónum (O3)
en það er annað form súrefnis!
Höfundur: Kamma Thordarson, Nát123
|