Til baka
 

 

Blý - Pb

 

Sćtistala: 82
Atómmassi: 207,2

Bygging atómsins: Rafeindauppröðun: -32-18-4, atómið myndar Pb2+jón.

Blý heitir á ensku lead. Blý hefur verið þekkt mjög lengi. Alkemistar héldu því fram að blý væri elsti málmur í heiminum og ætti eitthvað skylt með Satúrnusi. Það er sjaldgæft að finna blý útí náttúrunni. Blý er mjúkt og teygjanlegt og er bláhvítt að lit. Blý ryðgar ekki auðveldlega. Dæmi um það eru vatnsleiðslur í Rómaveldi hinu forna sem enn eru notaðar. Hylki úr blýi eru notuð til að geyma ætandi efni t.d. brennisteinssýru.

Náttúrulegt blý er blanda af samsætum. Til eru 31 samsæta af blýi, 27 þeirra eru geislavirkar. Málmblöndur blýs eru m.a. lóðmálmur og leturmálmur (málmblandi úr blýi, antímoni og tini). Mikið af blýi ( og díoxíði ) er notað í rafhlöður. Gott er að nota blý í hljóðeinangrun. Einnig er blý notað til að vernda fólk gegn röntgengeislum og kjarnaofnum. Ýmis konar blý eru notuð í málningu. Undandfarin ár hefur notkunin þó minnkað til muna vegna heilsuspillandi áhrifa sem efnið getur haft. Pb2+ hefur verið notað í skordýraeitur, en þeim hefur nú verið sleppt og önnur umhverfisvænni efni eru notuð.

Þegar fólk hættir að nota blý (t.d. rafgeyma) er það kallað spilliefni.Þau efni sem flokkast undir spilliefni mega alls ekki komast út í umhverfið. Fólki er bent á að fara með efnin til spilliefnamóttöku. Núna má hvorki hafa blý í bensíni, í málningu, í ílátum eða í búnaði sem snertir matvæli.

Á Íslandi eru árlega notuð 55 tonn af blýi í skotfæri. Blýskot sökkva ofan í jarðveg á heiðum og í votlendi. Fuglar koma svo til að sækja fæðu og borða höglin e.t.v. í leiðinni. Það þarf einungis eitt hagl til að drepa fugl.

Ef fugl særist vegna blýhagls getur hann lifað í skamma stund en deyr síðan af völdum blýeitrunar.

Að endingu leysast blýskotin upp og dreifast. Uppleyst blý getur mengað grunnvatn og lífríkið. Það eyðileggur líka rætur plantna og svo geta lítil smádýr komist í þau. Til eru dæmi um nagdýr sem hafa sýkst alvarlega af völdum blýs.
Högl hverf á 100 - 300 árum úr jörðinni!


Höfundur: Edda MacFarlane, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK