Til baka
 

 

Radíum - Ra

 

Sćtistala: 88
Atómmassi: 226

Bygging atómsins: Rafeindauppröðun: 2-8-18-32-18-8-2. Radíum myndar Ra2+.

Radíum er jarðalkalímálmur, á 7. lotu og 2. dálk. Það er á föstu formi við 298° K. Radíum er geislavirkt. Radíum er óstöðugur málmur. Radíum er mjög sjaldgæft.

Nafnið er komið af latneska orðinu radius sem þýðir geisli. Orðið geislavirkni (radioactivity) var smíðað af Marie Curie og birtist fyrst 1898.

Radíum var uppgötvað 1898 af Marie Curie og einangrað árið 1911 af henni og Debierne.

Það finnst um það bil 1 g af radíumi í 7 tonnum af bikblendi. Radíum finnst í öllum úraníummálmum. Radíum er meira en milljón sinnum geislavirkara en sama magn af úraníumi. Radíum sem hreinn málmur er skjannahvítur en svertist þegar hann kemst í snertingu við loft. Radíum verður fagurrautt við eld. 25 samsætur er nú þekktar og er radíum-226 það algengasta. Helmingunartími þess er 1600 ár. Radíum tapar um 1% af virkni sinni á 25 árum þegar það breytist í frumefni með lægri eðlismassa.

Innöndun, inntaka og snerting við líkama getur valdið krabbameini og öðrum líkamlegum sjúkdómum. Notað við meðhöndlun krabbameins.

Radíummálning var notuð á miðri 20. öld til að mála númer og vísa á sumum klukkum og úrum. Málningin var gerð úr radíumsöltum og fosfór og lýsti í myrkri. Hægt er að framleiða lítið magn af radíumi með geislun á bráðnu radíumklóríði.


Höfundur: Harpa Lind Björnsdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK