Til baka
 

 

Rúteníum - Ru

 

Sćtistala: 44
Atómmassi: 101,1

Bygging atómsins: Elektrónuskipan: 18 - 15 - 1.

Rúteníum er hliðarmálmur

Rúteníum dregur nafn sitt af L. Ruthenia í Rússlandi þar sem maður að nafni Osann uppgötvaði efnið fyrst árið 1827. Hann fann efnið í óhreinsuðum leyfum sem komu frá Ural fjöllunum og taldi sig hafa fundið nýja tegund af málmi. Sautján árum seinna eða 1844 staðfesti annar maður að nafni Klaus grun Osann. Auk Ural fjallanna er efnið að finna í Norður og Suður Ameríku og einnig í litlu mæli í Suður Afríku.

Rúteníum er aðallega notað til herða önnur efni s.s. platinum og palladium og er þá notað í rafmagnstengjum sem þurfa að standast mikið álag.

Rúteníum er einnig blandað saman við titanium til þess að koma í veg fyrir tæringu þess síðar nefnda, en ef aðeins 0.1% af rúteníum er blandað saman við titanium, hundraðfaldast mótstaða titanium gegn tæringu. Og síðast enn ekki síst er talið að rúteníum geti hreinsað aukaefni (H2S) úr olíu.


Höfundur: Rut Harðardóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK