Sćtistala: 47
Atómmassi:
107,9
Bygging
atómsins: Róteindafjöldinn
er 47 og nifteindafjöldin 61.
Rómverjar
skírðu silfur Argentum og þaðan er heitið
komið [Ag].
Silfur bráðnar
við 961.93 °C og hefur suðumark 2212.0 °C. Silfur
er dýr og sjaldgæfur málmur, en þó
ekki eins dýr og gull. Fornleifafundir í Asíu
sýna að maðurinn var farinn að skilja að
blý og silfur 3000 f.Kr. Hreint silfur hefur skýnandi
hvítan málmgljáa. Það er aðeins
harðara en gull og er mjög hamranlegur og auðsveipur
málmur. Hreint silfur hefur hæstu raf og hita leiðni
af málmum, og býr yfir minnsta viðnáminu.
Silfurjoð,
AgI, er notað til að kalla fram rigningu úr skýjum.
Silfur er stöðugt í hreinu lofti og vatni, en
fær áfall (missir gljáann) þegar það
kemst í tæri við loft sem inniheldur brennistein.
Silfur ryðgar ekki eins og aðrir málmar og þess
vegna er það tilvalið í skartgripi og borðbúnað.
Blandað silfur er miklu meira notað en hreint silfur
sem er takmarkað í notkun. Eitt af því
sem takmarkar hreint silfur er að það blandast
við brennisteinsagnir í andrúmsloftinu eins
og vetnissúlfíð sem verður að silfursúlfíð
sem er svarta áfallið á silfrinu. Það
kemur fram í málmgrýti ásamt blýi,
sink, kopar og gull, sem finnst í Mexíkó,
Perú og Bandaríkjunum.
Höfundur: Fanný Ósk Grímsdóttir,
Nát123
|