Sćtistala:
Atómmassi:
Plútóníum
var fyrsta afbrigðið af Úraníum sem var
uppgötvað. 238Pu var búið til
árið 1940 af Seaborg, McMillian, Kennedy og Wahl
í tilraunastofu í Berkeley, Californíu.
Plútónium er að finna í nokkru magni
sem úranískt málmgrýti. Það
er formað á nokkuð svipaðan hátt og
neptúníum, með geislun af náttúrulegu
úraníum og með sama nifteindafjölda.
Lang merkilegasta
afbrigðið er Pu-239, með elmingunartíma upp
á 24.100 ár, búið til í gríðarmiklu
magni í kjarnakljúfum úr náttúrulegu
uranium: 238U
.239U
.239Np
.239Pu. 15 afbrigði
af plútóníum eru þekkt. Plútóníum
er notadrýgst af þeim efnum sem búin eru
til úr úranium vegna notagildis þess við
smíði kjarnavopna og sem orkugjafi á iðnaðarvettvangi.
Eitt kilógram af plutonium jafngildir u.þ.b. 22
milljón kílówattstundum af hitaorku. Heildar-
sprengikraftur af einu kílógrammi af plútoníum
jafngildir u.þ.b. 20.000 tonnum af sprengiefni á
borð við TNT og dínamíti.
Árið
1982 var álitið að til væru u.þ.b.
300.000 kíló af plútoníum víðsvegar
í heiminum. Plútóníum hefur verið
notað í ýmislegt. T.d. var 238Pu
notað í Appolo tunglförinni sem orkugjafi fyrir
mæla og annan búnað á yfirborði
tunglsins.
Líkt
og með neptunium og uranium er hægt að búa
til plutoniummálm með lækkun á þríflúoríði,
ásamt basískum jarðmálmum. Málmurinn
hefur silfurlitaða áferð og verður gulleitur
þegar hann hvarfast við súrefni, en þá
er hann efnafræðilga virkur. Málmurinn er uppleysanlegur
í óblandaðri saltsýru eða perklórsýru.
Málmurinn getur tekið á sig 6 mismunandi myndir
með mismunandi kristaluppbyggingar þar sem þéttleiki
efnisins er 16,00 til 19,86 g/cm3. Plútóníum
sýnir einnig 4 jónakjarna í fljótandi
formi: Pu+3 (ljósfjólublár),
Pu+ (gulbrúnt), PuO+ (bleikt) og
PuO+2 (gulbleikt). Plútóníum
er líkt og önnur úranísk frumefni
(að neptunium undanskildu), geislavirkt eitur sem verður
að meðhöndla með sérstökum búnaði
og varúðarráðstöfunum Sér
í lagi er það varasamt þegar það
er í fljótandi formi.
Höfundur: Sigfús Einarsson, Nát123
|