Til baka 
 

 

Plútoníum - Pu


Sćtistala:

Atómmassi:

Plútóníum var fyrsta afbrigðið af Úraníum sem var uppgötvað. 238Pu var búið til árið 1940 af Seaborg, McMillian, Kennedy og Wahl í tilraunastofu í Berkeley, Californíu. Plútónium er að finna í nokkru magni sem úranískt málmgrýti. Það er formað á nokkuð svipaðan hátt og neptúníum, með geislun af náttúrulegu úraníum og með sama nifteindafjölda.

Lang merkilegasta afbrigðið er Pu-239, með elmingunartíma upp á 24.100 ár, búið til í gríðarmiklu magni í kjarnakljúfum úr náttúrulegu uranium: 238U… .239U… .239Np ….239Pu. 15 afbrigði af plútóníum eru þekkt. Plútóníum er notadrýgst af þeim efnum sem búin eru til úr úranium vegna notagildis þess við smíði kjarnavopna og sem orkugjafi á iðnaðarvettvangi. Eitt kilógram af plutonium jafngildir u.þ.b. 22 milljón kílówattstundum af hitaorku. Heildar- sprengikraftur af einu kílógrammi af plútoníum jafngildir u.þ.b. 20.000 tonnum af sprengiefni á borð við TNT og dínamíti.

Árið 1982 var álitið að til væru u.þ.b. 300.000 kíló af plútoníum víðsvegar í heiminum. Plútóníum hefur verið notað í ýmislegt. T.d. var 238Pu notað í Appolo tunglförinni sem orkugjafi fyrir mæla og annan búnað á yfirborði tunglsins.

Líkt og með neptunium og uranium er hægt að búa til plutoniummálm með lækkun á þríflúoríði, ásamt basískum jarðmálmum. Málmurinn hefur silfurlitaða áferð og verður gulleitur þegar hann hvarfast við súrefni, en þá er hann efnafræðilga virkur. Málmurinn er uppleysanlegur í óblandaðri saltsýru eða perklórsýru. Málmurinn getur tekið á sig 6 mismunandi myndir með mismunandi kristaluppbyggingar þar sem þéttleiki efnisins er 16,00 til 19,86 g/cm3. Plútóníum sýnir einnig 4 jónakjarna í fljótandi formi: Pu+3 (ljósfjólublár), Pu+ (gulbrúnt), PuO+ (bleikt) og PuO+2 (gulbleikt). Plútóníum er líkt og önnur úranísk frumefni (að neptunium undanskildu), geislavirkt eitur sem verður að meðhöndla með sérstökum búnaði og varúðarráðstöfunum Sér í lagi er það varasamt þegar það er í fljótandi formi.

Höfundur: Sigfús Einarsson, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK