Eðlismassi segir til um hve tiltekið rúmmál af efninu vegur mikið. Oftast er miðað við hve mörg grömm 1 rúmsentimetri (cm3) af efninu vegur (g/cm3). Við ákvörðun á eðlismassa efnis verður því að mæla bæði rúmmál þess og massa. Við venjulegan loftþrýsting (1 loftyngd) er massi hlutar fundinn með því að vigta hann. Auðveldasta leiðin til að mæla rúmmál hluta með óreglulega lögun er að sökkva þeim í vatn í mæliglasi og finna út hve mikið hækkar í glasinu.Athugið að 1,0 mL er 1,0 cm3.
1. hluti: Ákvörðun á eðlismassa vatns.
Takið tómt 100 mL mæliglas og vigtið nákvæmlega. Fyllið glasið með vatni nákvæmlega að 100 mL markinu og vigtið aftir. Mælið hita vatnsins með hitamæli. Skráið niðurstöðurnar. Reiknið eðlismassa vatns við tiltekinn hita.
3. hluti: Ákvörðun
eðlismassa óþekktra frumefna.
Kennari lætur ykkur
fá óþekkt frumefni. Finnið út eðlismassa
þess með sömu aðferð og notuð var í 2.
hluta. Munið að vera nákvæm. Berið niðurstöður
ykkar saman við upplýsingar úr lotukerfinu og finnið
út hvaða efni þið fenguð.
Guðrún I. Stefánsdóttir, matvælafræðingur
Ragnheiður Ásta Guðnadóttir, matvælafræðingur
Sigurlaug Kristmannsdóttir, líffræðingur