Sætistala:
79
Atómmassi:
197
Bygging
atómsins: Sætistalan er 79 og þar með
eru 79 róteindir og 79 rafeindir. Massatalan er 196.9
(197-79=118) og því eru 118 óhlaðnar
nifteindir í kjarna. Rafeindaskipan gulls er 2-8-18-32-18-1.
Gull er
þekktur og mikils metinn málmur frá orófi
alda og hefur verið nefndur konungur málmanna. Gull
finnst nær alltaf í bland með kvars og brennisteinskís.
Orðið gull tengist gulum lit; gulur á fornensku
var geolu sem kemur frá javl úr sanskrít
og þýðir að skína. Efnafræðilega
táknið (Au) er stytting á aurum sem talið
er koma frá hari úr sanskrít og þýðir
gulur. Í þessu samhengi má minna á
að Aurora/áróra var hin rómverska gyðja
morgunroðans.
Gull finnst
í jarðlögum, í grjóti, neðanjarðar
og er yfirleitt grafið upp úr námum. Um tveir
þriðju að vinnslu gulls í heiminum finnst
í Suður Arfríku. Mikið gull finnst líka
í Nevada í Bandaríkjunum. Gull
hefur fundist neðansjávar en enn hefur ekki tekist
að vinna gull úr sjónum. Gull er mjúkur
málmur, og oft er það blandað öðrum
málmum t.d. platínu, kopar eða silfri, til
að auka styrk þess.
Gullið er unnið úr málmgrýtinu
með blásýrublöndu og þannig brætt
frá. Í dag er þetta einnig unnið með
aðstoð rafmagnstækni.
Lengi vel
var gull einnig notað í tannlækningum en hefur
nú verið leyst af í því hlutverki
með nýjum efnum.
Karat er gömul mælieining sem á uppruna sinn
í Þýskalandi. Hreint gull telst 24 karöt,
gripur sem er 12 karöt er því til helminga
gull og hinn helmingurinn einhver önnur málmblanda,
oftast silfur eða kopar.
Gullforði
landa hefur verið mælikvarði á auðlegð
þjóðarinnar og áður fyrr var slegin
mynnt úr gulli. Nær helmingur alls gullforða
heimsins er í eigu banka og ríkja.
Gullið
leiðir rafmagn vel og hentar því vel í
leiðara ýmiskonar og hefur verið notað sem
hlýfðarefni á gerfitungl. Gull er notað
til margtra hluta, ekki eingöngu sem gjaldmiðill og
í skartgripagerð. Það hefur einnig verið
notað til lyfjaframleiðslu, og í háþróaðan
vísindabúnað.
Enn hefur ekki tekist að framleiða gull á tilraunastofum
svo verðgildi gulls er enn mikið og gull mjög eftirsóttur
málmur.
Höfundur:
Sigríður Krisjánsdóttir,
Nát 123
|