Sætistala:
6
Atómmassi:
12,001
Bræðslumark: 3652°C
Bygging
atómsins: Atómið hefur 6 rafeindir, tvær
á innsta hvolfi og fjórar á ysta hvolfi.
Það hefur því 4 gildisrafeindir sem geta
hver um sig myndað tengi við önnur atóm.
Svo hefur það 6 róteindir og 6 nifteindir.
er 6 rafeindir, tvær á innsta hvolfi og fjórar
á ysta hvolfi. Það hefur því 4
gildisrafeindir sem geta hver um sig myndað tengi við
önnur atóm. Svo hefur það 6 róteindir
og 6 nifteindir.
Nafnið
er komið af latínu carbo eða charcoal.
Kolefni er uppistaðan í öllum lífrænum
efnasamböndum. Það fyrirfinnst í þremur
myndum í náttúrunni, myndlaust kolefni
hefur eðlismassann 1.9 g/ml, demantur 3.52 g/ml og grafít
2.25 g/ml. Haldið er að fjórða tegundin sé
fundin sem er kvítkol. Kolefni finnst í sólinni,
í stjörnum, halastjörnum og andrúmsloftinu
á flestum reikistjörnum.
Kolefni er málmleysingi og er oftast fjórgilt
í efnasamböndum en getur einnig myndað ein-,
tví- og þrígild sambönd. Efnið
hvarfast best allra frumefna og 94% allra þekktra efnasambanda
innihalda kolefni. Kolefni myndar efnasambönd þar
sem ótakmarkaður fjöldi kolefnisatóma
getur tengst innbyrðis og myndað keðju- og hringlaga
sameindir í nánast óendanlegum tilbrigðum.
Kolefni kemur t.d. fyrir í jarðskorpunni og tengist
einnig málmunum í karbónötum, t.d.
karbónati CaCo3. Það hefur gott eldsneyti og
er meginefni í t.d. mó (60%), brúnkolum
(70%) og steinkolum (80%). Jarðolía er blanda af
kolvatnsefnum sem eru efnasambönd kolefnis og vetnis.
Kolefni er aðallega notað sem eldsneyti til að framleiða
rafmagn og hita upp hús, en einnig í efnaiðnaði.
Til eru 7 milljónir mismunandi kolefnissambanda. Breytileiki
þeirra byggist á hæfileika kolefnis til að
mynda:
- Fjögur
efnatengi
- Langar,
línulegar eða greinóttar kolefniskeðjur
- Fjöltengi,
tví- eða þrítengi
- Hringtengd
efnasambönd.
Höfundur:
Anna Stefánsdóttir, Nát 123
|