Til baka 
 
 
Járn - Fe

 

Sætistala: 26 ( segir til um fjölda róteinda í kjarna atóms)
Atómmassi: 55,874 (meðalmassatala allra samsæta frumefnisins mæld í einingunni u)

Bygging atómsins: Rafeindaskipan járns er 2-8-14-2 . Tvær rafeindir á fyrsta hvolfi, átta á öðru, fjórtán á þriðja og tvær á því síðasta. (2 gildisrafeindir).

Nafngiftin: Nafngiftir efna eru háðar sameiginlegum alþjóðlegum reglum meðal efnafræðinga og stuðla að því að hægt sé að rita efnaformúlu tiltekins efnis út frá nafngiftinni einni saman. Ásmundarjárn : ekkert er vitað um uppruna nafnsins en líklegt er að járnið hafi verið nefnt eftir einhverjum Ásmundi.

Hvar er járn að finna: Óhætt er að fullyrða að vinnsla á járni úr jörðu hafi verið þróaðasta náttúrunám á Íslandi á miðöldum. Járn er líklega það frumefni sem mest er af í jarðkúlunni allri, um 34,6% . Sjálf jarðskorpan er að meðaltali 5% járn. Óbundið járn er helst að finna í loftsteinum sem náð hafa til jarðar. Þessir loftsteinar geyma um 90% járn. Sennilega hefur járn úr loftsteinum verið fyrsta járnið sem menn hagnýttu sér. Veruleg framleiðsla hófst þó ekki fyrr en mönnum hafði lærst að nýta loga viðarkola til að bræða málminn úr járngrýti. Sumar steintegundir innihalda járn.

Vinnslan: Frá upphafi byggðar og fram eftir öldum var töluverð járnvinnsla á Íslandi. Aðferðin sem notuð var við járngerðina var kölluð rauðablástur og byggðist á því að bræða járn úr mýrarrauða yfir viðarkolaglóð í þar til gerðum ofni. Rauðablástur lagðist af á Íslandi um 1500 þegar vinnsla járngrýtis hófst á Norðurlöndunum. Í kjölfar þess hófst innflutningur á svokölluðu Ásmundarjárni ( lítil járnstykki um 350 gr. að þyngd sem flutt voru til landsins í fötum). Járn úr mýrarrauða var fljótt að ryðga svo að menn fóru ýmist að húða það með öðrum málmtegundum eða blanda það öðrum málmum svo að það ryðgaði síður.

Eiginleikar járns: Járn er hliðarmálmur, þeir eru yfirleitt óhvarfgjarnir. Hreint járn er ekki mjög hart. Það er mjúkt og sveigjanlegt sem gerir mönnum auðveldara að vinna með það. Bræðslumark járns er 1535°c, suðumark er 2750°c og eðlismassi þess er 7,86. Efnafræðilega er járn virkt. Það getur hvarfast við alla Halogenana ( flúor, klór, bróm, joð, astidine) súlfíð, fosfór, kolefni og sílikon. Járn getur komið í stað vetnis í þunnum sýrum. Flest frumefni búa yfir einhverju segulmagni, en aðeins járn og örfáir málmar skyldir járni hafa nægilegt segulmagn til þess að hægt sé að hagnýta það.

Hvernig er járn notað: Járn hefur verið notað í hljóðfæri, vopn og mörg önnur áhöld frá forsögulegum tíma. Það er mest notað þegar búið er að vinna það meira t.d. smíðajárn og stál. Það er líka galvaniserað og notað í allskyns iðnaði, einnig er það notað í rafsegla. Járnsambandið, járnsúlfíð er mikið notað sem litfestir í litum, líka í “hressingarlyf” og í framleiðslu bleks og annara litarefna. Járn er mikið notað í litarefnaframleiðslu og málningarliti, járn er líka uppistaðan í stálframleiðslu.

Járn í líkamanum: Járn finnst sem snefilefni í líkamanum. Eitt aðalhlutverk járns er að mynda uppistöðuna í hemóglóbínsameindinni í rauðu blóðkornunum. Járnið flytur súrefnið til frumanna og er því lífsnauðsynlegt. C – vítamín eykur upptöku járns í líkamanum. 3 – 5 gr. af járni er í líkamanum, það nýtist illa úr fæðunni og eru dagskammtar því mun hærri. Járn tapast úr líkamanum með dauðum húð- og slímhúðarfrumum. Konur tapa að auki járni við blæðingar. Járnskortur kemur fram í of fáum rauðum blóðkornum ( blóðleysi ), þá er járn notað í lækningaskyni. Það er líka notað í allskonar fjörefnislyf. Við fáum járn t.d. úr innmat og kjöti, það nýtist best ( 25% ) en úr annari fæðu nýtist að meðaltali 5%.

Höfundur: Hrafnhildur Friðriksdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/SK