NÁT 123, efna- og eðlisfræði.  Haustfjarnám 2002


Til baka: Aðalsíða NÁT 123 / Kennsluáætlun NÁT 123

Verkefni um atóm og jónir


Lesið kafla 3.1 - 3.2 og svarið eftirfarandi spurningum:
  1. Hvað er frumefni?
  2. Hvað er efnasamband?
  3. Hvað er sameind?

Lesið kafla 3.3 - 3.6 og svarið eftirfarandi spurningum:
  1. Hvað er sætistala og hvaða upplýsingar gefur hún um byggingu atóma?
  2. Hvað er massatala og hvaða upplýsingar gefur hún um gerð atóma?
  3. Hvað eru samsætur?
  4. Atóm eru gerð úr þrenns konar öreindum. Hvað heita þær, hver er hleðsla þeirra og massi?
  5. Veldu þér eitt atóm og gerðu grein fyrir byggingu þess.

Lesið kafla 3.6 - 3.7 og svarið eftirfarandi spurningum:
  1. Hvað eiga frumefni í sama flokki lotukerfis sameiginlegt?
  2. Hvað eiga frumefni í sömu lotu lotukerfis sameiginlegt?
  3. Atómum er skipt í málma og málmleysingja. Hver er munurinn á þeim?
  4. Hvar í lotukerfinu eru alkalímálmar og hvað einkenni þá?
  5. Hvar í lotukerfinu eru jarðalkalímálmar og hvað einkenni þá?
  6. Hvar í lotukerfinu eru hliðarmálmar og hvað einkenni þá?
  7. Hvar í lotukerfinu eru tregir málmar og hvað einkennir þá?
  8. Hvar í lotukerfinu eru málmleysingjar og hvað einkennir þá?
  9. Hvar í lotukerfinu eru halógenar og hvað einkennir þá?
  10. Hvar í lotukerfinu eru eðalgastegundir og hvað einkennir þær?

Lesið kafla 3.8 og svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Hvað er jón?
  2. Hvernig jónir mynda málmar?
  3. Hvernig jónir mynda málmleysingjar?
  4. Hver er munurinn á sameindaefnum og jónefnum?
  5. Hver er munurinn á súrefnisatómi og súrefnisjón? Á hvaða formi er súrefni andrúmsloftsins?

Kennari:
Sigurlaug Kristmannsdóttir, líffræðingur

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, nóvember, 2002