Til baka 
 
 
Gull - Au

 

Sætistala 79

Atómmassi 197u

Bygging atómsins: Gull hefur 79 róteindir í kjarna og 118 nifteindir í kjarna. Rafeindirnar raðast á eftirfarandi hátt á brautirnar: 2- 8- 18- 32- 18- 1-

Hvernig er nafn þess tilkomið: Orðið gull tengist gulum lit; gulur á fornesku var “geolu” sem kemur frá “jaul” úr sanskrít og þýðir að skína. Efnafræðilega táknið (Au) er stytting á Aurum, sem talið er koma frá hari úr sanskrít og þýðir gulur. Í þessu samhengi má minna á að Aurora var hin rómverska gyðja morgunroðans (Aurora er enska orðið yfir Norðurljós).

Hvernig er það notað: Gull er t.d. notað í skartgripagerð og ýmsa hönnun (eins og t.d. styttur).

Annað forvitnilegt: Gull er eitt af 10 frumefnum sem flokkast undir söguleg nöfn. Sú var tíð að mannkynið þekkti sjö málma og sjö himinhnetti og skipti vikunni í 7 daga. Litur var oft notaður til að tengja ákvenum málmi; gull tengdist sólinni.

Heimildaskrá:

Heimildir: www.namsgagnastofnun/lotukerfi.is
Náttúrufræðingurinn – ljósrit frá 1995

Höfundar: Karen Ósk Sampsted og Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK