Til baka 
 
 
Helíum - He

 

Sætistala: Frumefnið Helíum er annað frumefnið í fumefnatöflunni og tákn þess í töflunni er He.

Atómmassi: 4.002602u

Bygging atómsins:1s2

Hvar er það að finna í náttúrunni: Helíum er að finna í andrúmslofti jarðarinnar. Í andrúmsloftinu er helíum um 0,0005%. Þar sem að það er ekki bundið við þyngdarlögmál jarðar lekur það stanslaust út í geiminn. Eiginlega allt helíumið sem eftir er á jörðinni er komið til af sundrun geislavirkra efna í jarðskorpunni.

Hvernig er það notað: Helíum er notað til þess að fylla tilrauna veðurbelgi, blöðrur og það er einnig notað sem óvirkur skjöldur í rafsuðu. Það er notað til þess að þrýstijafna bensín tanka með fljótandi eldsneyti í flaugum. Helíum er einnig notað í djúpsjávarköfun, en þá er því blandað saman við súrefni til þess að búa til niturlaust andrúmsloft í kútunum.

Hvernig nafn þess er tilkomið og annað forvitnilegt: Helíum uppgötvaðist fyrst á sólinn, áður en það fannst hér á jörðinni. Það var franskur stjarneðlisfræðingur að nafni Pierre-Jules-César Janssen sem að tók eftir því, sem gulri línu í tíðni eða orku sólarinnar þegar að hann var að kanna sólmyrkva árið 1868. Það var svo Sir Norman Lockyer sem áttaði sig á því að þessi gula lína gat ekki verið að myndast af einhverju áður þekktu frumefni á þessum tíma. Það var því gert ráð fyrir að nýtt frumefni á sólinni væri að mynda þessa dularfullu gulu útgeislun.

Það var síðan Sir Lockyer sem gaf þessu nýja frumefni nafnið Helíum.
Hjá Grikkjum er nafnið komið af sólarguðinum, Helius.

Heimildaskrá:

http://education.jlab.org/itselemental/ele002.html
http://pearl1.lanl.gov/periodic/elements/2.html
http://www.webelements.com/webelements/elements/text/He/key.html

Höfundar: Morgan Lawrence Fletcher og Óskar örn Arnarson, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK