Til baka 
 
 
Nikkel - Ni

 

Sætistala: 28

Atómmassi: 58,6934 u

Bygging atómsins: Nikkel hefur 28 róteindir p+ í kjarna og 28 rafeindir e- á braut um kjarnann, nifteindir n° eru því 30,7. Skipan rafeinda á brautir er 2-8-16-2.

Eðlismassi nikkels: 8,908 g/cm3.

Nikkel var uppgötvað í Svíþjóð árið 1751 af Alex Fredrik Cronstedt og er nafnið dregið að þýska orðinu kupfernickel, sem þýðir svikinn kopar, en það var rauður málmsteinn með nikkel í, en engum kopar. Vegna hörku sinnar og slitþols hefur nikkel um langan aldur verið notaður í peninga. Nikkelhúð er einnig notuð til að styrkja mýkri málma. Einnig er nikkel notað í smámynt, skartgripi, í vélar og er efnið sem gerir grænan lit í gleri. Sjá mynd af tannhjóli úr nikkel.


Myndin er af tannhjóli gerðu úr nikkel.

Nikkel tilheyrir þrenningu sem samanstendur af járn, nikkel og kóbalt og finnast allir hreinir í náttúrunni og oftast saman þótt ótrúlegt sé. En í því ástandi eru allir frá öðrum heimi. Þeir hafa komið sem loftsteinar utan úr geimnum, stundum margar lestir að þyngd. Frummaðurinn hefur líklegast notað þennan málm í áhöld ,áður en hann lærði að bræða járnstein úr málmum.

Heimildaskrá:

Efnið, Almenna bókafélagið 1968.
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Ni.htm

Höfundar: Sigurlaug Björk Jensdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðný Guðleif Einarsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK