Til baka 
 
 
Títan - Ti

 

Sætistala: 22

Atómmassi: 47,88 u

Bygging atómsins: 22 róteindir eru í kjarna og 22 rafeindir úti á brautum, á fyrstu braut eru 2, á annarri braut eru 8, á þriðju braut eru 10 og á fjórðu braut eru 2.

Títan var uppgötvað af William Gregor í Englandi árið 1791, en ég fann ekki nákvæmari skýringu á nafni atómsins.

Títan finnst í jörðinni og er notað í hitaþolnar efnablöndur. Títan er notað m.a. í flugvélaiðnaði, við byggingu eldflauga, efnasambönd með títani hafa verið notuð við málningargerð, títan er einnig mikið notað í ryðfrítt stál til að mynda karbít sem auka á stöðugleika og draga þannig úr millikornatæringu.

Títan er fast efni við staðalaðstæður, suðumark þess er 3560 K og bræðslumark þess er 1941 K og það myndar súr og basísk oxíð. Títan er níunda algengasta frumefni jarðar.

Heimildaskrá:

Allar heimildir fengnar á netinu.

Höfundur: Margrét A. Ögmundsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK