Sætistala:
79
Atómmassi:
197,0u
Bygging
atómsins: Rafeindirnar
raðast í 6 hólf: 2,8,18,32,18,1. Atómið
hefur hefur eina gildisrafeind og flokkast undir hliðarmálma.
Hvar efnið er að finna: Í
dag er gull grafið upp úr ca. 3000 m djúpum
námum, gullið er grafið upp með berginu og
skilið í sundur. 2/3 af öllu gulli veraldar
er grafið upp í S-Afríku.
Hvering
efnið er notað: Gull hefur frá upphafi
verið gjaldmiðill og táknar ríkidæmi.
Fólk hefur skreytt sig með því langt
aftur í aldir, og tákn ástarinnar: Hringurinn
er þekktastur úr gulli.
Hreint gull er 24
karöt, sem er of mjúkt til að smíða
skartgripi úr og er því blandað öðrum
málmum til að fá styrkleika. Mælieiningin
Karat var upphaflega þyngd carob -baunar sem var notuð
sem mælieining í Mið-Austurlöndum.
Í lok ársins
2001 voru til 145.000 tonn af gulli í heiminum.
Frægasta
gullsmíðin sem til er í heiminum er frá
ca 1361-1352 og er til sýnis í Cairo
af ungum konungi sem fannst við uppgröft árið
1922 í grafhvelfingu í Egyptalandi.
Hvernig
nafn þess er tilkomið eða annað forvitnilegt:
Konungur málmanna
Gullið hefur verið velþekktur mikilsmetinn málmur
frá upphafi mannsins. Skammstöfunin Au er stytting
á latneska orðinu “Aurum” sem þýðir
“glóandi dögun” og er augljósleg
vísun til sólarinnar. Orðið “gold”
kemur frá Indó-Evrópskurótinni gult.
Frægasta
goðsögnin um gull er af týndu borginni sem átti
að vera úr skínandi gulli.
Margur ævintýramaðurinn hefur leytað og
týnt lífi í leit sinni, en hingað til
hefur ekkert fundist.
Heimildaskrá:
www.gold.org/discover/goldknowlegde
Höfundur:
Anja Stella Ólafsdóttir, Nát 123
|