NÁT 123, efna- og eðlisfræði.  Haustönn 2003


Til baka: Aðalsíða NÁT 123 / Efnafræði

Magníum, verkleg æfing.


Inngangur:

Tilgagnurinn með þessari tilraun er að kanna ýmsa eiginleika magníums og að framkvæma efnahvörf.
Magníum er málmur og ef hann er skrapaður kemur eitt einkenni málma í ljós, en það er málmgljáinn. Magníum er mjög léttur málmur og hann brennur með skærum loga. Áður fyrr var þessi málmur notaður í flassperur þegar myndir voru teknar innan húss.


Efni og áhöld:


Framkvæmd:

1. hluti: Taktu lítinn bút af magníum. Skrapaðu bútinn, t.d. með mynt. Skráðu niður hjá þér hvað í ljós kemur.

2. hluti: Taktu magníumbút í deiglutöng, haltu honum yfir úrgleri og færðu hann í gasloga. Ekki horfa beint í logann, heldur yfir hann. Skráðu niður það sem gerist.

3. hluti: Settu örlítið af saltsýru í tilraunaglas og bættu síðan magníumbút í sýruna. Fylgstu gaumgæfilega með því hvað gerist og skráðu það niður.

4. hluti: Endurtaktu nú fjórða lið, en hvolfdu þurru tilraunaglasi yfir glasið með saltsýrunni og magníumbútnum. Bíddu í u.þ.b. 10 sekúndur og berðu logandi eldspýtu að opinu á tóma glasinu um leið og þú tekur það frá. Passaðu að snúa glasinu ekki við. Skráðu niður hvað þú sérð og heyrir.

5. hluti: Finndu út hvort magníummálmur er eðlisléttari en vatn.


Skil:


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003. Höfundarréttaráminning
Kennarar:  Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fa.is
og Þorsteinn Barðason steinib@fa.is