Sætistala: 6
Atómmassi:
12,01 u
Bygging
atómsins:
Kolefni hefur 6 róteindir í kjarna og því hefur það sætistöluna
6. Það tilheyrir 4 flokki, þ.e. það hefur 4 gildisrafeindir-
og hvert kolefnisatóm getur tengst allt að 4 öðrum atómum.
Kolefni hefur 4 rafeindir á ysta hvolfi og 2 á innsta
hvolfi og er atómmassi þess 12,01u.
Hvernig
nafn kolefnis er tilkomið:
Nafnið er komið af latneska nafninu Carbo (Charcoal)
sem merkir kol.
Hvar
kolefni er að finna í náttúrunni:
Kolefni er eitt
mikilvægasta frumefni sem fyrirfinnst í náttúrunni, og er það að
finna í öllum lífrænum efnum. Kolefni er m.a. eitt helsta frumefni
líkamans, strax á eftir súrefni eða um 18,5%.
Kolefni
er að finna víðsvegar um heiminum og er m.a. að finna í
andrúmslofti flestra pláneta t.a.m. inniheldur andrúmsloftið
á Mars um 96% ( CO2)
Afar mikilvægt
eru þó tengsl kolefnis við hringrás jarðar og hæfileika þess til að
bindast gróðrinum. Því tengslin stuðla að því að gróðurinn tekur í
sig koltvíoxíð ( CO2 ) til
ljóstillífunar.
Hvernig
kolefni er notað:
Kolefni gegnir lykilhlutverki í
lífríki okkar og er það vegna einstakra hæfileika þess til að mynda
sterk efnatengsl við önnur efni.
Kolefni og sambönd þess
nýtist okkur til óteljandi margra hluta, til að mynda þá er það
fyrir tilstilli þess að maðurinn getur aldursgreint steingervinga,
en það gerist með því að sundra kolefnasamsætu C-14. (Til eru 3
mismunandi samsætur af kolefni : C-12,C-13, og C-14)
Annað
forvitnilegt um kolefni:
Eiginleikar kolefnis eru
margvísir og hefur það m.a hæsta bræðslumark allra frumefnanna, eða
um 3800 K.
Dæmi um hreint kolefni er eitt harðasta efni
heims; demantur og svo grafít sem er eitt af því mýksta.
Heimildaskrá:
http://www.webelements.com/
(20.11.04)
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2734 (19.11.04)
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3660 (17.11.04)
http://www.roman-britain.org/chase/_geological.htm
( 25.11.04)
Höfundur: Herdís Valbjörnsdóttir,
NÁT 123
|