Til baka 
 
Járn - Fe


Járn er táknað með stöfunum Fe í lotukerfinu og sætisgildi þess er 26. Járn er í 4. lotu og 8. flokk lotukerfisins. Atómassi járns er 55,847 og eðlismassinn er 7,847 g/cm³. Bræðslumark þess er 1538°C og suðumark 2861°C.

Sætistala: 26

Atómmassi: 55,847 u

Eðlismassi: 7,847 g/cm³

Bygging atómsins:

Fjöldi róteinda og rafeinda í kjarna járnatómsins eru 26 og nifteindir eru 30. Hvolfaskipan járns er: 2 rafeindir á 1. hvolfi, 8 rafeindir á 2. hvolfi, 14 rafeindir á 3. hvolfi og 2 rafeindir á 4. hvolfi sem eru gildisrafeindir.

Hvernig nafn járns er tilkomið:

Ekki er fullvitað hver eða hvenær járnið var fundið fyrst en nafnið járn kemur frá latneska orðinu ferrum (iron).

Hvar járn er að finna í náttúrunni:

Járn er frumefni sem hefur verið til í mörgþúsund ár. Járnöldin eða myrku aldirnar var það kallað þegar Grikkland átti í landbúnaðarerfileikum á árunum 1200-800 fyrir krist. Ástæðan fyrir því var að járn var þá algengur og ódýr málmur sem fornmenn nýttu sér til fullustu og því er þessi tími er nefndur eftir frumefninu.

Járn er fjórða algengasta frumefnið og hefur fundist í sólinni auk ýmissa annara stjarna og víða í alheiminum, það er um 5% jarðskorpunar. Ekki er fullvitað hver eða hvenær járnið var fundið fyrst en nafnið járn kemur frá latneska orðinu ferrum (iron).

Járn er að finna í ýmsum matvælum, gróðri, jarðvegi um allan heim.

Járn er bæði að finna sem járn(ll) (Fe2+) og járn(lll)(Fe3+).

Hvernig járn er notað:

Járn er algengasti og mest notaði málmurinn á jörðinni, það er uppistaða í stáliðnaðu auk þess sem það er notað í rafsegla og allskonar iðnað.

Járnið er líka lífsnauðsynlegt fyrir lífverur og notað í lækningaskyni þar sem járn í blóðrauðanum sér um að flytja súrefni í líkamanum ( hemoglobin). Sumar plöntur eru háðar járni og nota það í stað magnesíum í blaðgrænumyndum.


Annað forvitnilegt um járn:

Litur járns er stálgrár eða svartur.

Járn er hliðarmálmur. Eðlisvarmi þess við staðalaðstæður er 0,11kal/(g°C).

Hreint járn er ekki mjög hart heldur mjúkt og sveigjanlegt sem gerir mönnum auðveldara að vinna með það. Efnafræðilega er járn virkt.

Heimildaskrá:

Rúnar S. Þorvaldsson. Eðlis-og efnafræði, orka og umhverfi. Iðnú.

http://www.chemicalelements.com/elements/fe.html. Sótt 27. október, 2004.

http://www.lenntech.com/Periodic-chart-elements/Fe-en.htm. Sótt 27. október, 2004.

http://visindavefur.hi.is/. (Leitarorð Járn). Sótt 27.október, 2004


Höfundur: Tinna Guðjónsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2004/SK