Uppáhalds
frumefnið mitt er HELÍUM. Það er númer
tvö í lotukerfinu sem þýðir
að það er næst léttasta frumefnið.
Það er táknað með He
Sætistala: 2
Atómmassi: 4 u
Bygging
atómsins:
Í kjarna eru: 2 róteindir og 2 nifteindir.
Helíum-3 hefur aðeins eina nifteind. Atómið
hefur einnig 2 rafeindir.
Hvernig
nafn helíums er tilkomið:
Helíos þýðir sól
á grísku, og fannst fyrst í sólinni
þegar Piere Jansen fann það í litrófi
sólar árið 1868.
Hvar
helíum er að finna í náttúrunni:
Algengt
í alheiminum t.d. í sólinni. Minna
af því á jörðinni. Í
andrúmslofti jarðar er styrkur þess 5,4
hlutar af milljón, en það er algengara
í jarðgasi (ca 0,4%).
Hvernig
helíum er notað:
Helíum brennur ekki og tekur ekki þátt
í efnasamböndum (því það
er eðallofttegund). Það er því
notað í loftbelgi og við loftsuðu.
Til að helíum verði að vökva þá
þarf að kæla það niður í
-268,9°C en það er einungis um fjórum
gráðum fyrir ofan alkul. (sem er - 273,15°C).
Vegna þessa er það oft notað í
kælingu sérstakra tækja t.d. í
sumar sneiðmyndatökuvélar og ekki má
gleyma sjálfum Hubble geimsjónaukanum. (Sjá
mynd)
Þessi mynd er tekin út Hubble
geimsjónaukanum.
Annað forvitnilegt um helíum:
Fljótandi helíum má kæla næstum
því að alkuli og þá getur
það hegðað sér eins og ofurflæðandi
vökvi (superfluid, slíkir vökvar eru mjög
skrýtnir og geta t.d. skriðið upp úr
glasi.
Helíum kemur ekki víða fyrir á
jörðinni og þess má geta að árið
2016 er talið að Bandaríkin verði búin
með helíum byrgðir sínar.
Heimildaskrá:
Micrasoft Encarta
Höfundur: Laufey Fríða
Guðmundsdóttir, NÁT 123
|