Til baka 
 
Helíum - He

Ég vel mér að skrifa um Helíum vegna þess að mér finnst eðalgastegundirnar heilla mig mest af frumefnunum.

Sætistala: 2

Atómmassi: 4.002602 u

Bygging atómsins:

2 róteindir og 2 nifteindir í kjarna. Aðeins eitt hvolf með tveimur rafeindum.

Hvernig nafn helíums er tilkomið:

Helíum dregur nafn sitt af gríska orðinu yfir sól og mætti því kallast sólarefnið á íslensku.

Hvar helíum er að finna í náttúrunni:

Helíum var fyrst fundið á sólinni árið 1868. Franskur stjörnufræðingur að nafni Pierre-Jules-César Janssen sá gula línu í útgeislun sólarinnar þegar hann var að rannsaka sólmyrkva. Sir Norman Lockyer, enskur stjörnufræðingur fann það út að þessi lína, sem var með 587.49 nanómetra bylgjulengd, gæti ekki verið búin til úr neinu efni sem var þekkt á þessum tíma. Lockyer nefndi þetta nýja efni Helíum og þar með hófst leitin að þessu efni á jörðinni, sú leit stóð yfir allt til ársins 1895 þar sem að skoskur efnafræðingur að nafni Sir William Ramsey fann fyrstur Helíum hér á jörðu. Á svipuðum tíma fundu tveir sænskir vísindamenn, Nils Langlet og Per Theodor Cleve Helíum í steintegund sem innihélt Úraníum.

Hvar finnst Helíum? Helíum er aðallega framleitt úr jarðgasi. Mest af helíum er þó að finna á heitari stjörnum eins og t.d sólinni.

Hvernig helíum er notað:

Efnið þekkja kannski flestir af gasblöðrunum sem eru útum allt á hátíðardögum. Blanda af súrefni og helíum er notað við köfun. Fljótandi helíum er notað m.a til að kæla ofurleiðara í stórum rafseglum, meðal annars í segulómunartækjum.


Annað forvitnilegt um helíum:

Forvitnilegt: Eðlismassinn er 0,1785 g/l og bræðslumarkið er 0,95 K.

Helíum hefur lægst suðumark allra efna, eða um 4K frá alkuli. Fljótandi helíum hefur þann eiginleika að geta flætt á móti þyngdaraflinu og eru vísindamenn nú sífellt að gera tilraunir með notagildi þess í því sambandi. Þessi eiginleiki nefnist ofurstreymi.

Allar náttúrulegar gastegundir innihalda eitthvað af Helíum.

Heimildaskrá:

http://chemlab.pc.maricopa.edu/periodic/He.html
http://education.jlab.org/itselemental/ele002.html
http://leit.is/query.aspx?qt=helíum&st=11

Höfundur: Þröstur Már Sveinsson, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, nóvember 2004/SK