Til baka 
 
Kvikasilfur - Hg

Sætistala: 80 og kvikasilfur er í flokki hliðarmálma

Atómmassi: 200.59 u

Bygging atómsins:

Hg er í 2. aðalflokki í 6. lotu sem segir að kvikasilfur er með 2 rafeindir á ysta hvolfi og 6 aðalhvolf.

Hvernig nafn kvikasilfurs er tilkomið:

Táknið Hg er eftir gríska orðinu hydragyros eða fljótandi silfur.

Hvar kvikasilfur er að finna í náttúrunni:

Kvikasilfur er frumefni og verður því ekki til í náttúrinni heldur myndaðist það ásamt öðrum frumefnum í iðrum stórra sólstjarna á árdögum alheimsins. Hins vegar finnst kvikasilfur, eins og flest önnur frumefni oftast sem efnasamband sem heitir súlfíðið sinnóber. Sinnóber finnst í náttúrinni. Helstu námur eru á Spáni og Ítalíu, einnig eru námur í mið-Evrópu, Rússlandi og N-Ameríku.

Hvernig kvikasilfur er notað:

Kvikasilfur er aðallega notað í rannsóknartilgangi, til dæmis hitamæla, einnig er kvikasilfur notað til að mæla raka í lofti. Svo nota tannlæknar silfrið í tennur þó samkvæmt mínum heimildum hafi það minnkað til muna þar sem kvikasilfrið er baneitrað. Einnig er það notað í skordýraeitur og fleira.


Annað forvitnilegt um kvikasilfur:

Gullgerðarmenn miðalda héldu að hægt væri að breyta kvikasilfri í gull og frá þeim er enska nafnið mercury komið, en það er eftir rómverska guðinum Merkúr.

Kvikasilfur hefur mælst í sjávarlífverum og má þar nefna hrefnukjöti en það telst ekki vera hættulegt nema kannski fyrir óléttar konur eða með börn á brjósti, og þarf þá neyslan að vera tvisvar í viku eða oftar. Kvikasilfur mælist aðallega í ránfiskum sem eru efstir í fæðukeðjunni og því meira sem eldri þeir eru.

Niðurstaða.

Eftir að hafa gert þetta verkefni er ég mun betur upplýstur um kvikasilfur, upruna þess og tilgang í ýmsum greinum.

Heimildaskrá:

Kennslubók
Vefur Rannsóknarstofnunar Fiskiðnaðarins
Vísndavefur.is

Höfundur: Atli Hrafnsson, NÁT 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2004/SK