Til baka 
 
Súrefni - O

Ég valdi mér frumefnið súrefni , það er táknað með bókstafnum O. Pristeley og Scheel uppgötvuðu súrefnið árið 1774.

Sætistala: 8

Atómmassi: 15,9994 u

Eðlismassi: 1,429 g/l

Frostmark súrefnis: -218,79°C

Suðumark súrefnis:
-182,95 °C

Bygging atómsins:

Súrefni hefur sætistöluna 8, í lotukefniu, er í 6.flokki og lotu 2. það þýðir að rafeindirnar eru 2 í innrahvolfi og 6 í ystahvolfi. Súrefnisatóm er með 8 róteindir í kjarna og 8 nifteindir.

Hvernig nafn súrefnis er tilkomið:

Nafn súrefnisins ( oxygenum) er tilkomið úr grísku; oxus og genes. Oxus merkir sýra, og genes merkir mynda. Þannig að merking orðsins er sýrumyndari.

Hvar súrefni er að finna í náttúrunni:

Súrefni er næst algengasta frumefni gufuhvolfsins eða um 21% þess, það er algengasta efni jarðskorpunnar, eða um 50% hennar. Andrúmsloftið er því 21% súrefni og 78% köfnunarefni. Súrefni er allt að 2/3 af massa mannslíkamans, og 9/10 af vatni er súrefni.

Hvernig súrefni er notað:

Bruni getur ekki átt sér stað nema súrefni tengist efnum. Þegar það brennur við lífræn efni myndast vatn (H2O) og koltvísýringur (CO2).

Súrefni kemur fram sem O2, það sem að við öndum að okkur og svo kemur það líka fram sem O3, og það er Ozonlagið. O3 ver okkur gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. O3 er eitrað efni.

Súrefni viðheldur öllu lífi á jörðinni, hvort sem það eru plöntur, dýr eða maður.

Súrefni er líka notað sem gastegund á sjúkrahúsum, fyrir sjúklinga sem á því þurfa að halda.

Fljótandi súrefni er líka notað sem eldsneyti á eldflaugar.

Annað forvitnilegt um súrefni:

Súrefnið var uppgötvað árið 1774 af Pristeley og Scheele.

O er hlutlaust við oxun, og það er gas við staðalaðstæður, þá er það litlaust. Í vökvaformi er súrefni fölblátt.

Heimildaskrá:

Ég aflaði mér heimilda af vefnum. Fór bæði á leit.is og google.com eða google.de. Þar fann ég margt um O.

Ein síða sem mér fannst nokkuð góð var m.a. www.chemicalelements.com

Auðvitað skoðaði ég líka kennslubókina

Höfundur: Anna Lilja Valsdóttir, NÁT 123



Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2004/SK