Nát 123


Verkefni 3.9 bls 48 (f-liður)

 

Ritaðu formúlu fyrir álsúlfíð

 

  1. Farðu í töflu á bls. 225.  Þar finnst í vinstri dálki ál sem Al3+
  2. Farðu í sömu töflu og  finndu súlfíð í hægri dálki það er úbbs það vantar en það er eitt af efnunum sem þið fáið uppgefið á prófi (sjá frumefnatöflu sem þið getið nálgast á heimasíðunni okkar undir "próf gögn") súlfið er sem sagt S2-
  3. Jafnið út + og – hleðslur:

Al3+  þarf að margfalda með 2 svo hleðslurnar verði 6

 

S2-  þarf að margfalda með 3 svo hleðslurnar verði 6

 

Af hverju? 

 

Jú sérhver ál jón getur kastað 3 rafeindum( þá verða róteindirnar í kjarnanum 3 fleiri og þess vegna er atómið + 3 hlaðið).

Og sérhver súlfíð jón getur tekið tvær rafeindir (þá verða rafeindirnar 2 fleiri en róteindirnar í kjarnanum og þess vegna er atómið –2 hlaðið):

 

Ál sem kastar 3 rafeindum og súlfið sem tekur við tveimur rafeindum passar ekki, þess vegna látum við 2 ál atóm kasta 6 rafeindum sem 3 súlfíð atóm geta tekið við
2(Al3+) kasta 6 rafeindum sem 3(S2-) geta tekið við, þá lítur efnið álsúlfið svona út: 
Al2S3

 

Það jafnast ekkert á við efnafræði!

 

 

 


FÁ - © Sigurlaug Kristmannsdóttir