Nát 123
3.20 Sýndu með teikningu rafeindaskipan
b)
Förum í lotukerfið aftast í bókinni (innan á kápunni) og þar sést að
rafeindaskipan Cl atóms er 2 – 8 – 7
Það merkir að á fyrstu braut næst kjarnanum eru 2 rafeindir á sveimi, á
næstu braut eru þær 8 og á ystu brautinni eru rafeindirnar 7.
Rafeindir á ystu braut eru nefndar gildisrafeindir og jónir myndast þannig
að þær verði 8. Þar með þarf Cl atóm að
bæta við sig 1 rafeind til að fá “fullt
hús” það er 8 gildisrafeindir:
Rafeindaskipan Cl jónar er því 2 – 8 – 8