Sætistala:
13
Atómmassi:
26,98154 u
Bygging
atómsins: Rafeindalýsing: [ Ne ] 3s2 3p1.
Eðlismassinn
er 2,7 g/cm3. Suðumarkið er 2792 K. Bræðslumarkið
er 933,47 K. Ál er fast efni við staðalaðstæður
og myndar súr og basísk oxíð.
Ál
er notað í ýmsa vélarhluta.
Afar auðvelt
er að endurvinna ál vegna lágs bræðslumarks.
Aðeins þarf 5% af orkunni sem notuð er við
frumvinnslu áls til endurvinnslu þess.
Þess vegna er ál oft kallað græni málmurinn!
Ef allt
ál á jörðinni væri unnið, þá
væri hægt að hylja jörðina með
um 100 metra þykkri álhúð. Ál
var mjög dýrt í framleiðslu upphaflega.
Ál hefur mjög marga hagnýta eiginleika og
er því sífellt notað í auknum
mæli í iðnaði.
Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar,
næst á eftir súrefni og kísli, og
nemur það um 8% af þyngd hennar. Ál finnst
í jarðvegi, flestum bergtegundum, öllum leirtegundum,
í matvælum, mannslíkamanum, gróðri,
vatni og meira að segja rykögnum í andrúmsloftinu.
Af öllum málmum á jörðinni er mest
til af áli, sem er t.d. 800 sinnum algengara en kopar,
sem menn hafa þekkt og notað í mörg þúsund
ár.
Þrátt fyrir það finnst hreint ál
hvergi í náttúrunni. Það er ávallt
í sambandi við önnur efni og aðeins er hægt
að vinna ál á hagkvæman hátt
úr einni bergtegund, báxíti, sem finnst
aðallega á breiðu belti við miðbaug jarðar.
Úr báxíti er súrál unnið
en það er efnasamband súrefnis og áls
og líkist það fínum, hvítum sandi.
Súrál er svo meginhráefnið í
álframleiðslu, en með rafstraumi er hægt
að kljúfa það í frumefni sín.
Eðlisþyngd áls er aðeins þriðjungur
af eðlisþyngd stáls. Með því
að blanda í það öðrum málmum,
t.d. kopar, magnesíum eða mangani, er hægt
að auka hörku þess og styrkleika verulega.
Komist ál
í snertingu við súrefni myndast á því
húð áloxíðs sem ver það
gegn tæringu. Unnt er að gera þessa húð
varanlega, framkalla á henni gljáa, lita hana
og lakka. Ál leiðir vel rafmagn og varma, endurkastar
ljósi og hita ágætlega, segulmagnast lítið
og ekki varanlega sé það sett í segulsvið.
Ál er sveigjanlegt og bræðslumark þess
er aðeins 660 °C. Það rennur auðveldlega
í fljótandi formi og er auðmótanlegt
bæði heitt og kalt.
Álpappír er fullkomlega þéttur og
hleypir hvorki ljósi, lykt né bragðefnum í
gegn. Álpappír hefur engin áhrif á
bragð matvæla sem hann er vafinn utan um.
Ál er óeldfimt og hentar því vel
í byggingar og farartæki. Það brennur
aðeins í duftformi eða örþunnt og
bráðnar án þess að gastegundir myndist.
Álsteypuhringekja
í steypuskála
Tvö
álver eru starfrækt á Íslandi, álverið
Straumsvík og Norðurál á Grundartanga.
Einnig standa nú yfir samningar um álver á
Reyðarfirði.
Heimildir:
http://www.alcan.is/
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Al.htm
http://www.leit.is
Höfundur:
Aðalbjört María Sigurðardóttir
og Elínborg Þrastardóttir, Nát 123
|