Til baka 
 
 
Arsen - As

 

Sætistala: 33
Atómmassi: 74, 92 u

Bygging atómsins: 33 Rafeindir, 33 róteindir og oftast 42 nifteindir en þó er 41 og 43 líka algengt.

Arsen finnst víða í jarðskorpunni og þá oftast í sambandið með silfri og antímoni. (Sjá mynd)

Arsen í steinhnullungi.


Arsen er mikið notað í glerframleiðslu til að koma í veg fyrir grænan blæ sem annars myndast í glerinu. Arsen er blandað blýi sem gefur aukna hörku og hefur verið notað í eiturefnaframleiðslu í hernaði. Einnig var arsen mikið notað hér áður fyrr til lækninga við sárasótt, en það hætti með tilkomu pensilínsins. Arsen hefur verið notað til gerðar á skordýraeitri.

Arsen var mjög vinsælt morðvopn vegna þess hve aðgengilegt það var (finnst t.d. í skordýraeitri og jafnvel veggfóðurlími) og einnig vegna þess að ekki var hægt að staðfesta notkun þess við krufningu líkanna.

Höfundar: Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir og Eva Kamilla Einarsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir