Sætistala:
79
Atómmassi:
197,0 u
Eðlismassi
= 19,3 g/ml
Bræðslumark = 1064°C
Myndin sýnir
gullmynt.
Gull heitir
á sanskrit jval, á ensku gold og á latínu
aurum.
Gull er
hliðarmálmur og tilheyrir hópi þjálla
málma og er þungt. Það leiðir vel
rafstraum, það er hart og gljáandi og hvarfast
illa. Ein og þrígilt í efnasamböndum
og notað í málmblöndur.
Gull finnst
yfirleitt óbundið í náttúrunni
t.d í æðum, í kvarsi og sem gullsandur.
Gullið finnst einnig í sjóvatni í mæli
sem ákvarðar 0,1 til 2 mg/tonn, en ákvarðast
eftir staðsetningu sýnisins. Engin aðferð
hefur samt verið fundinn til að ná í gull
frá sjónum. Gull finnst helst í Suður
Afríku (2/3) af öllum heiminum kemur þaðan
, og um 2/3 af heildar bandarískri framleiðslu kemur
frá Suður-Dakota og Nevada.
Sem heild
er gullið gult en þegar það er búið
að brjóta það niður sér maður
að það getur verið svart, rúbínrautt
eða fjólublátt. Gullið er mjög verðmæt
og er það frá fyrri tíma. Gull er notað
í skartgripi og rafeindaiðnaði.
Gullmagn
í málmblöndu er mælt í gullgráðu,
sem er hlutur gulls í prómillum eða karötum.
Gullgráða venjulegra skartgripa er 583 (14 karöt)
eða 750 (18 karöt). Hreint gull (Au) er sjaldan notað
í eitthvað annað en gullstangir og safngripi
eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að
hreint gull er of mjúkt til smíða og því
er það blandað með kopar eða öðrum
málmum þegar smíða á skart og
gripi úr gulli.
Gull er því yfirleitt blandað öðrum
málmum eins og silfri (Ag), platínu (Pt), sinki
(Zn) eða kopar (Cu). Koparinn gefur gullinu rauðleitan
blæ, platínan hvítan en silfrið grænan
eða gulan tón. Mælieiningin karat er notuð
til þess að lýsa hreinleika blöndunnar
og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Í
12 karata gullhring er gullið um helmingur blöndunnar
eða 12/24.
HREINT
GULL |
Karöt
|
Gerð
|
%
Gull
|
24
|
1000
|
100
|
22
|
916.7
|
91.67
|
18
|
750
|
75
|
14
|
583.3
|
58.3
|
10
|
416.7
|
41.67
|
9
|
375
|
37,5
|
Mælieiningin karat á uppruna sinn að rekja til
11. aldar í Þýskalandi. Á þeim
tíma var til mynt sem hét mark og vó hún
24 karöt eða 4,8 grömm. Orðið mark var notað
sem mælieining þegar vega þurfti gull og silfur
og kemur meðal annars fyrir í íslenskum fornritum.
Síðar var orðið mark notað um myntina en
orðið karat varð þyngdareining; eitt mark vó
24 karöt. Nú er karat hlutfallsmælieining um
hreinleika gulls en ekki þyngdareining en eins og kunnugt
er hét gjaldmiðillinn í Þýskalandi
mark áður en evran tók við um áramótin
2001/2002.
Heimildir:
Íslenska
alfræðiorðabókinn.
http://www.leit.is
http://www.fa.is
Höfundar:
Ásmundur Jóhannsson, Elín Berg Sigmarsdóttir
og Guðbjörg Snorradóttir, Nát 123
|