Sætistala:
29
Atómmassi:
63,546 u
Bygging
atómsins: Kopar er hliðarmálmur og í
kjarna atómsins eru 29 róteindir og 34 nifteindir.
Kopar hefur eina gildisrafeind á ysta hvolfi.
Kopar finnst
í málmgrýti á yfirborði og þekkist
á sínum rauða lit. Talið er að mannkynið
hafi nýtt kopar í 10.000 ár, lengur en
nokkurn annan málm. Eyjan Kýpur var ein helsta
koparnáman í hinum forna heimi en koparforði
kom nær eingöngu þaðan enda nefndu þeir
þennan rauðleita málm ,, aes Cyprium"
eða málmurinn frá Kýpur, sem síðar
var stytt í cyprium og svo í Cuprum eða Kopar
eins og það þekkist nú.
Kopar hefur reynst manninum mikilvægur í gegnum
tíðina. Hann leiðir hita og rafmagn mjög
vel. Kopar hefur líka verið blandað við ýmsa
málma og eru til yfir 100 mismunandi blöndur. Komist
kopar í samband við rakt loft myndast spanskgræna,
græn eitruð húð, en hún kemur í
veg fyrir að hann ryðgi. Kopar er einnig frábær
leiðari. Rafleiðni efna, hæfni þeirra til
að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Kopar kemst
næst silfri í rafleiðni en er mikið ódýrari
í framleiðslu. Þess vegna er hann mikið
notaður í hvers kyns iðnaði.
Kopar er
víða hægt að finna í eldhúsum
fólks þá í formi potta og panna.
Koparílát undir matvæli ættu þá
að vera húðuð ef ekki þá er
nauðsynlegt að hreinsa þau vel fyrir notkun vegna
spanskgrænu.
Kopar hefur líka verið notaður á annan
hátt þá með því að
fegra líkamann, en kopar hefur verið notaður
í skart og ýmsa muni. Sé honum blandað
við tin verður úr því Brons en slíkt
hefur verið vinsælt efni í skrautmuni um aldir.
Í mannslíkamanum kemur einnig fram kopar. En í
fullvöxnum manni eru um 80 mg af kopar og er mest í
lifrinni og heilanum. Kopar er sérstaklega mikill í
lifur fóstra og nýbura en talið er að
koparinn sé eins konar forði á meðan barnið
er á brjósti, því þá
er koparupptakan lítil. Kopar gegnir mikilvægu
hlutverki við myndun beina, blóðrauða og
rauðra blóðkorna. Talið er að koparskortur
geti verið einn af stærri áhættuþáttum
sem valda hækkaðri blóðfitu, fituhrörnun
æða ásamt öðrum hjarta og æðasjúksómum.
Höfundur:
Fríða Björg Sigurðardóttir, Helga
Jakobsdóttir og Kolbrún Björg Hrafnsdóttir,
Nát 123
|