Til baka 
 
 
Kvikasilfur - Hg

 

Sætistala: 80
Atómmassi: 200,59 u

Bygging atómsins: Kvikasilfur hefur 80 róteindir og 121 nifteindir. Massatala þess er 200,6 u. Kvikasilfursatóm hefur 2 rafeindir á 1.hveli, 8 rafeindir á 2.hveli, 18 rafeindir á 3.hveli á 4.hveli 18 rafeindir á 5.hveli 2 rafeindir á 6.hveli (eða 2 gildisrafeindir).

Kvikasilfur er málmtegund, nánar tiltekið hliðarmálmur. Það er táknað sem Hg í lotukerfinu og er það komið frá orðinu Hydragyrum, sem er latneskt. Hydra = Vatn og Gyrum = Silfur. Enska orðið yfir það er Quicksilver eða Living Silver. Mercrury sem er upprunalega nafn þessa efnis er nefnt eftir plánetunni Merkúr.

Kvikasilfur er að finna í kjarna jarðar en hann berst upp á yfirborðið með eldgosum, hverum t.d. Það berst yfirleitt upp í bergi sem kallast Sinnóber.

Kvikasilfur er eini málmurinn sem er í fljótandi formi við venjulegan hita (herbergishita).

Kvikasilfur er notað í mælum t.d líkamshitamælum og loftvogum. Einnig er það notað í tannfyllingar en þó ekki þá aðeins það. Því er blandað saman við gull eða silfur því að það þarf ekki að hita það nema 580° til að færa það í fljótandi formi.
Kvikasilfur var notað í ýmis leikföng sökum þess að það er fljótandi. En með tímanum hafa rannsóknir leitt í ljós að kvikasilfur í umhverfi okkar í örlitlu magni hefur mjög slæm áhrif á heilsu lífvera bæði ofansjávar og neðan. T.d er kvikasilfurmengun sumstaðar í U.S.A og er fólki þá varað við að neyta sjávardýra sem veidd eru í nágrenni við stórar hafnir og stór vötn þar sem greinst hefur kvikasilfur.


Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir