Sætistala:
28
Atómmassi:
58,6934 u
Bygging
atómsins: Nikkel hefur 28 róteindir (p+)
í kjarna og 28 rafeindir (e-) á braut
um kjarnann, nifteindirnar (n°) eru því 30,7.
Nikkel hefur eðlismassann 8,908 g/cm3.
Nikkel
var uppgötvað árið 1751 í Stokkhólmi,
Svíþjóð af Axel Fredrik Cronstedt.
Nikkel málmur.
Efnið
hefur áhrif á togþol og vinnsluhæfni
málma. Nikkel veldur því að járnfasinn
verður meira kúlulaga, þannig að styrkur
málmsins vex. Um 30% af málmum sem innihalda nikkel
finnast í Ontario, Kanada en það er stærsta
prósentuhlutfall þessara málma sem finna
má á einu svæði.
Nikkel er silfurhvítur málmur sem hefur góða
eiginleika til vera spegilsléttur.
Nafnið
á málminum er stytting á þýska
orðinu kupfernickel, en þýðir kopar djöfulsins
eða kopar Nikulásar.
Nikkel er
oft notað til að búa til ryðfrítt
stál ásamt öðrum efnum. Það
hefur löngum verið notað í smápeninga
og má þar nefna bandarísk 5 centa peninginn,
en hann er 25% nikkel og 75% kopar. Nikkel styrkir mýkri
málma og er efnið sem framkallar grænan lit
í gleri.
Nikkel leiðir
hita og rafmagn ágætlega og blandað með
kopar er það notað í stórum stíl
í verksmiðjur sem breyta saltvatni í ferskvatn.
Efnið er líka notað í vélarhluta
sem mikið mæðir á s.s. öxla og gíra
í bifreiðum, það er notað til í
brynvarnir stríðstækja og blandað með
kadmíum finnum við nikkel í rafhlöðum.
Margir kannast við nikkel vegna þess hve mikið
það er notað í skartgripi og hjá
sumum getur það kallað á ofnæmisviðbrögð.
Höfundur:
Helga Þórey Jónsdóttir, Ingunn
Huld Kristófersdóttir og Lilja Björg Eiríksdóttir,
Nát 123
|