Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8
Atómmassi: 15,9994 u

Uppáhalds frumefnið mitt er súrefni, aðallega vegna þess hversu nauðsynlegt það er öllu lífi á jörðinni. Hér á eftir mun ég koma með almennar upplýsingar um frumefnið og einnig nokkra hluti til útskýringar, bæði til fróðleiks og skemmtunar.

Bræðslumark: -218,4°C.
Suðumark:-183,0°C.
Litur: Enginn, litlaust.
Uppgvötað: Árið 1774 af vísindamanninum Joseph Priestly
Not: Heldur lífi á jörðinni.

Súrefni er eitt af fjórum algengustu frumefnunum í hafi, á jörð og í lofti. Súrefni O2 er mjög algengt í andrúmslofti og vatni, hin þrjú eru kísill, ál og járn. Súrefni (ildi) er næst algengasta frumefni gufuhvolfsins eða um 21 % þess. Það er algengasta efni jarðskorpunnar, eða um 50% hennar.

Bruni efna getur ekki átt sér stað nema súrefni tengist efnunum. Þegar það brennur við lífræn efni myndast vatn (H2O) og koltvísýringur (C02). Fljótandi súrefni er notað sem eldsneyti á eldflaugar. Dæmi: Þegar metangas brennur hvarfast það við súrefni og myndar koldíoxíð og vatn.

Súrefni er eitt af fjórum aðal efnunum í heildarmassa mannslíkamanns en þau eru, kolefni, vetni, nitur og svo súrefni þau eru samtals um 96 % af heildarmassanum, og er súrefni mest eða 65,0 % er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fyrir frumuöndun. Sem sagt súrefni er allt að 2/3 massa mannslíkamans.

Vatn slekkur eld vegna þess að í því er svo mikið súrefni að það getur í raun ekki tekið við meiru súrefni, einnig er hægt að slökkva eld með því að loka eld af svo að hann skorti súrefnið og þá nær hann ekki að loga heldur deyr út.

Með því að fjalla um súrefni fann ég ýmislegt fróðlegt þegar ég var að afla mér heimilda, en það er kannski of mikið til þess að segja frá því öllu hér. Þannig að kannski væri rétt að allir ættu að kynna sér þetta frumefni sem er okkur svo lífsnauðsynlegt eins og raun ber vitni um.


Höfundur: Lilja Björk Ketilsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir