Til baka 
 
 
Platína - Pt

 

Sætistala: 78
Atómmassi: 195.078 u

Bygging atómsins: Fjöldi rót- og rafeinda er 78.

Litur málmsins er gráhvítur (hreint). Útlit: Aðallega fast málmefni. Nafnið platína kemur af spænska orðinu "platina" og merkir "silfur".



Myndin sýnir platínu atóm.

Platína var uppgötvað árið 1735 í Suður-Ameríku af Spánverjanum Antonio de Ulloa.

Platína finnst aðallega í fjöllum Kólumbíu, Bandaríkjunum, Ontario fylki í Kanada og í Úralfjöllunum í Rússlandi. Platína er mjög sjaldgæf og er efnið þess vegna verðmætara en t.d. hreint gull. Þegar það finnst þá er það venjulega blandað við hina ýmsu tegundir málma eins og gull, nikkel, kopar og ródium en er einstaka sinnum hreint.

Platína er notuð í hina og þessa hluti, sem dæmi má nefna skartgripi, víra sem notaðir eru á hinum ýmsu rannsóknarstofum, tannlækningum, sem leiðari fyrir rafmagn o.m.fl.

Höfundar: Ásgeir Þór Tómasson og Þorvaldur Jónasson, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir