Til baka 
 
 
Títan- Ti

 

Sætistala: 22
Atómmassi: 47,90u

Bygging atómsins: Rafeindahýsing: [ Ar ] 3d2 4s2.

Uppgötvað af William Gregor í Englandi árið 1791. Klaproth gaf því nafn 1795. Nafnið kemur úr grískri goðafræði en títanar voru fyrstu synir jarðarinnar.

Títan er níunda algengasta frumefni jarðar og það er að finna í eldfjalla-jarðlögum. Það er einnig að finna í loftsteinum og í sólinni.

Efnið er sterkur og léttur málmur sem mikið er notaður í hitaþolnar efnablöndur. Þessi málmur er m.a. notaður í flugvélaiðnaði og við byggingu eldflauga. Efnasambönd með títani hafa verið notuð við málningargerð. Einnig notað í flugeldaframleiðslu. Títan hefur mikla endingu gagnvart tæringu, er ekki segulmagnað. Er jafnsterkt og járn en 45% léttara.

Títan er eina frumefnið sem getur brunnið í köfnunarefni (nitur).

Náttúrulegt títan býr yfir fimm samsætum með atómmassa frá 46 til 50 og eru þær allar stöðugar. Vitað er um átta óstöðugar títan-samsætur.

Heimildir:


Höfundur: Baldvin Þór Magnússon, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir