Til baka 
 
 
Ál - Al

 

Sætistala: 13
Atómmassi: 26.98154 u

Bygging atómsins:
Róteindir í kjarna þess eru 13, nifteindir 14 og rafeindir því 13.

Við stofuhita er ál í föstu formi, en bráðnar við 660 gráður á Celsius.

Nafn þess er komið af rómverska orðinu alumen, en það þýðir áloxíð. Forn Grikkir og Rómverjar þekktu áloxíð og notuðu það í ýmsum tilgangi, m.a. við fatalitun!

Ál er 3 algengasta frumefni jarðskorpunar, næst á eftir súrefni og kísli, en er þó hvergi að finna í sínu hreina formi úti í náttúrunni. Álsambönd er þó að finna víðsvegar í kringum okkur, enda er ál talið vera um 8% af þyngd jarðarinnar. Þau má meðal annars finna í jarðvegi, flestum bergtegundum, öllum leirtegundum, í matvælum, mannslíkamanum, gróðri, vatni og meira að segja rykögnum í andrúmsloftinu!

Ál eins og við þekkjum það er einkum unnið úr báxíti, bergtegund sem að finnst helst á afmörkuðu belti við miðbaug jarðar. Úr báxíti er unnið súrál, sem er efnasamband áls og súrefnis. Súrálið er síðan flutt til þeirra landa sem búa yfir nægu og ódýru rafmagni. Þar er hreint ál síðan unnið úr súrálinu við rafgreiningu í stórum álverum eins og þeim sem finna má hér á landi. Þess má geta að ekki er til eins gnógt af neinum örðum málmi í heiminum. T.d. er til u.þ.b. 3svar sinnum meira af áli í heiminum en bronsi, en þó hefur brons verið notað af manninum öldum saman.


Ál er til margra hluta nýtilegt. Flest þekkjum við það í formi álpappírs (þunnrar álhimnu sem að er notuð við hitun og geymslu matvæla), ýmissra eldhúsáhalda og bárujárns. Einnig er það mikið notað í ýmsum iðngreinum þar sem að þörf er fyrir ryðfrían, sveigjanlegan og léttan málm. Þrátt fyrir að það sé ekki í hópi rafleiðnustu málmana er það mikið notað í rafleiðara sökum léttleika síns.

Ýmis efnasambönd áls, þar sem að sterkari málmum hefur verið blandað við álið til að ná fram betri styrkleika, eru mikið notuð við smíði nútíma flugvéla og eldflauga.Helstu kostir málmsins í þeirri notkun er fyrst og fremst léttleikinn, sem og aukinn styrkur og hitaþol sem að fæst með íblöndun annarra efna. Einnig er á.k.v tegund álhúðunar notuð við vinnslu á speglum sem að m.a. eru notaðir í sjónauka og smásjár.

Höfundar: Mikael Marinó Rivera, Erna Bryndís Einarsdóttir og Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir