Til baka 
 
 
Gull - Au

 

Sætistala:
Atómmassi: 196,9665 u

Eðlismassin er 19,3 g/cm3, suðumarkið er 3129 K, bræðslumarkið er 1337,33 K. Gull er fast efni við staðalaðstæður og myndar súr og basísk oxíð. Gull er yfirleitt blandað kopar við gerð skartgripa, vegna þess hve það eitt og sér er mjúkt.

Gull (Au) hét á gotnesku gulþ, sem er skylt orðinu gulur enda þekktist málmurinn vel af litnum. Markstafir gulls er Au og er skammstöfun heitisins aurum; þjálastur allra málma. Gull er óhvarfgjarn málmur og það kemur því ekki á óvart að hann er helst að finna í óbundnu formi, gull hefur verið þekkt frá ómunatíð og finnst efnið aðallega hreint í kvarsæðum, einkum í Suður- Afríku. Algengt er að um 5g fáist úr hverju tonni af bergi. Eitt helsta einkenni gulls er hve teyganlegt það er og er það sá málmur sem auðveldast er að sevigja og teygja. Úr einu grammi af hreinu gulli má gera 3000m langan þráð! Þessi teyganleiki að viðbættum þeim eiginleika að leiða vel rafstraum gerir það að verkum að gull er mikið notað í smágerðum rafrásum, t.d. í minnsikubbum tölva.

Magn gulls í málmblöndu er gefið upp í karötum. Hreint gull er 24 karöt eða 22/24x100=92% gull. Hvítagull, sem mikið er notað í skartgripi, er blanda gulls og nikkels.

Hin ævaforna græðgi mannsins í gull á ekki neitt skylt við notagildi þess. Það er aðalega notað til skargripagerðar, við gerð peninga, til tannfyllingar og einnig við listsköpun.

Heimildir:

Almenn efnafræði efnafræði og umhverfið eftir Hafþór Guðjónsson, bókaútgefandi mál og menning 1992.
Efnið eftir Ralph E. Lapp, útgefandi Almenna bókafélagið.
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Au.ht

Höfundur: Kristín S. Arnlaugsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir