Sætistala:
17
Atómmassi:
35,45 u
Bygging
atómsins: Með
17 róteindir í kjarna og með 17 rafeindir
á sveimi í kringum kjarnann. Á innstu rafeindabraut
eru 2 rafeindir, á næstu eru 8 og þriðju
og seinustu skipa 7 rafeindir. Í algengustu samsætunum
eru 18-19 nifteindir.
Klór
er gulgrænt að lit og er nafn þess, Chloros,
komið úr grísku sem merkir gulgrænn.
Klór
finnst aldrei eitt í náttúrunni, það
er alltaf í efnasambandi. Oftast finnst það
í efnasambandi við Natríum sem matarsalt (NaCl)
og er klór einangrað úr því með
rafgreiningu (Cl2).
Klór
er notað á margvíslegan hátt, m.a.
er það mikið notað til að sótthreinsa
sundlaugar, sem bleikiefni í pappírsiðnaði,
í litarefni og í matvörur.
Það var uppgvötað af Karl William Sceele
í Svíþjóð árið 1774
en hann hélt að það innihéldi súrefni
og var það ekki nefnt fyrr en árið 1810
af Davy nokkrum sem hélt því fram að
það væri frumefni.
Klór tilheyrir halógenhóp frumefna og er
það algengast af þeim. Halógenfrumefnin
eru saltmyndarar og er nafnið dregið af orðunum
hals sem merkir salt og gen sem merkir myndun.
Klór er mjög hættulegt efni sem ertir öndunarfæri
við innöndun og við snertingu brennir það
húðina, getur það dregið mann til dauða
eftir nokkra andardrætti. Það var notað
í efnahernaði árið 1915.
Heimildir:
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Cl.htm
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/NAT123/sumar/lotukerfid/17.html
Höfundur:
Steinunn Bjarnason, Nát
123
|