Sætistala:
28
Atómmassi:
58,70 u
Bygging
atómsins: Skipun rafeinda á brautir: 2-8-16-2.
Nifteindirnar eru 32.
Nikkel uppgötvaðist
árið 1751 af A.F. Constedt. Það fékk
styttingu af nafni sínu af þýska orðinu
(Kupfernickel) sem löngum var kallað Djöfla kopar.
Nikkel
er silfur litaður málmur sem stendur mjög vel
tímans tönn og ryðgar ekki þótt
hann sé notaður við mjög háan hita.
Þar af leiðandi er hann notaður í vélar
sem gefa frá sér mjög mikinn hita. Einnig
spilar nikkel þýðingarmikið hlutverk í
lífi okkar þar sem hann er notaður í
smámynnt sem gjaldmiðill. Mjög margir eru með
ofnæmi fyrir honum og þurfa aðeins að snerta
hann til að finna fyrir því en jafnframt er
ekki hægt að forðast það að öllu
leyti þar sem það fyrirfinnst í fæðu
okkar. (visualelements.com)
Myndin
er af nikkelmálmbút.
Fjölmörg
efni geta valdið exemi. Þegar líkaminn myndar
ofnæmi gegn efnum fylgir bólga, sprungur og kláði
í kjölfarið. Dæmi um slík efni
eru nikkel, gúmmi og ilmefni. Ofnæmi í húð
festist í minni ónæmiskerfis húðarinnar.
Þannig er til dæmis húðofnæmi fyrir
málminum nikkeli yfirleitt til staðar alla ævi.
(doktor.is)
Nikkel veldur
staðbundnu exemi. Líklegt er að sviti stuðli
að því að leysa nikkel úr málmum
(t.d. skartgripum) þannig að það komist
betur inn í húðina. Nikkel exem tengist oft
astma, þ.e. nikkel veldur oft ofnæmissvörunum
samtímis í öndunarfærum og í
húð. Nikkel getur líka valdið ofnæmi
sem er bundið við þarma og er þá
rakið til fæðutegunda sem innihalda nikkel. Það
er mikið nikkel í kakói. (doktor.is)
Heimildaskrá:
http://visualelements.com
http://doktor.is
Höfundar:
María B. Finnbogadóttir, Nát 123
|