Sætistala:
8
Atómmassi:
15.9994 u
Bygging atómsins:
8 p+ 8 e- 8n°.
Súrefni
er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt
fyrir frumöndun.
Súrefni er notað í marga hluti og ber helst
að nefna að það er notað á sjúkrahúsum
til að aðstoða við öndun sjúklinga.
Súrefni (ildi) er næst algengasta frumefni gufuhvolfsins
eða um 21% þess. Það er algengasta efni
jarðskorpunnar eða um 50% hennar. Bruni efna getur ekki
átt sér stað nema súrefni tengist efnunum.
Þegar það brennur við lífræn
efni myndast vatn (H2O) og koltvísýringur
(CO2). Fljótandi súrefni er notað
sem eldsneyti á eldflaugar. Súrefni er allt að
2/3 af massa líkamans.Þetta efni er litlaust gas
við öll venjuleg hitastig.
Súrefni þéttist ef það er kælt
niður í -183°C. Fljótandi súrefni
er fölblátt að lit. Efnið myndar þunnfljótandi
vökva.Súrefni frýs (breytist í storku
eða fast efni) við -219°C . Storkið súrefni
er fölblátt eins og vökvinn. Ástæðan
fyrir því að fljótandi og fast súrefni
skuli vera blátt er áhugaverð frá sjónarmiði
eðlis- og efnafræðinga. Hún er sú
að ljóseind á sýnilega sviðinu
getur örvað tvær samliggjandi sameindir í
þétta efninu í einu. Sú ljósgleypni
verður til þess að efnið fær bláan
lit. Í gasinu eru sameindirnar að jafnaði hver
fyrir sig og því ekki hægt að örva
tvær sameindir samtímis með einni ljóseind.
Örvun einnar sameindar er hér ekki "leyfð"
en ef hún á sér stað, þá
er um að ræða ljósgleypni á innrauða
sviðinu. Það var uppgötvað af C. Scheele
og Priestley í Svíþjóð og Englandi
1774.
Heimildir:
http://www.namsgagnastofnun.is
Vísindavefur HÍ
Höfundar:
Pálmar Pétursson og Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Nát 123
|