Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8
Atómmassi: 16,00 u

Bygging atómsins:
Fjöldi róteinda í kjarna súrefnisatóms er 8. Fjöldi nifteinda í kjarna súrefnisatóms er 8. Fjöldi rafeinda á brautum súrefnisatóms er 8.

Ekki er vitað hvernig nafnið er tilkomið.

Súrefni (ildi) er næst algengasta frumefni gufuhvolfsins eða um 21% þess. Það er algengasta efni jarðskorpunnar eða um 50% hennar. Súrefni er að finna í andrúmsloftinu.

Aukinn súrefnisstyrkur í andrúmslofti eða öðrum loftblöndum leiðir til aukins brunahraða í blöndunni. Í andrúmslofti tvöfaldast brunahraðinn við það að auka súrefnisstyrkinn um 3%, úr 21% upp í 24%. Þegar súrefnisstyrkur í andrúmslofti er kominn í 40% er brunahraðinn tífaldur á við það sem hann er í venjulegu andrúmslofti. Ef eldur brýst út við þessar aðstæður, breiðist hann svo hratt út að ógjörningur er að ráða niðurlögum hans á meðan einhver brennanleg efni eru til staðar. Aukinn súrefnisstyrkur þýðir einnig, að lægri orku þarf til að hefja bruna í efni.
Þegar súrefnisstyrkurinn er orðinn mjög hár getur kviknað í efnum sem að jafnaði eru flokkuð sem óbrennanleg.

Súrefni er málmleysingi sem við gætum ekki lifað án. 65% af líkama okkar er súrefni!!! Fyrir 3,5 milljónum ára var ekkert súrefni í andrúmsloftinu! Það kom sökum ljóstillífunar örvera og með tilkomu þess gátu flóknari lífverur farið að þróast!

Höfundur: Ragnheiður Erna Kjartansdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir