Sætistala:
82
Atómmassi:
207,2 u
Bygging atómsins:
Blý (Pb) hefur 82 róteindir (p+), 125
nifteindir (n°) og 82 rafeindir (e-).
Efnafræðingar
töldu að blý væri elsti þungamálmurinn
og tengdu nafn þess Satúrnusi, því
blý er þungamálmur og mönnum virtist
Satúrnus hreyfast hægt.
Blý eða Pb heitir á ensku
lead.
Blý finnst í náttúrunni en í
mjög litlu magni. Það er í flestum bergtegundum,
jarðvegi og í seti hafsins. Blý er líka
snefilefni í sjó sem þýðir að
styrkur þess í upplausn er mjög lítill.
Blý er aðeins unnið úr steindinni galena
sem er blýsúlfíð (PbS).
Blý er blá-hvítur gljáandi málmur
sem er mjög sveigjanlegur og leiðir illa rafmagn. Blý
er mjög þolið gegn eyðingu eða ryði.
Það er m.a. nota í ílát fyrir
eyðandi efni eins og brennisteinssýru og stundum
er bætt í það "antimony" sem
er silfurhvítur málmur notaður til að
herða málmblöndur. Einnig er blý notað
í batterí, pípulagnir, skotfæri,
veiðarfæri og til að framleiða tetraetýlblý.
Blý er líka notað í málningu
þó svo að notkun þess hafi farið
minnkandi á síðustu árum vegna heilsufarsástæðna.
Málmurinn er mjög áhrifaríkur í
hljóðeinangrun og er einnig notaður sem vörn
gegn röntgengeislum og kjarnorku.
Af manna
völdum hefur blý dreifst um alla jörð með
loftstraumum og úrkomu, samt er styrkurinn ekki talinn
nálægt því að valda skaðlegum
áhrifum fyrir utan viss svæði nálægt
þéttbyggðum iðnaðarsvæðum.
Á síðustu árum hefur notkun blýs
minnkað verulega, til dæmis er blýbensín
miklu minna notað nú á tímum og styrkur
blýs í umhverfinu fer víða lækkandi.
Umgangast verður blý með mikilli varkárni
því efnið getur verið baneitrað. Í
mönnum getur blý haft áhrif á taugakerfið,
blóðstreymi, nýru, og getur valdið lystarleysi,
gleymsku, og höfuðverk svo fátt eitt sé
nefnt.
Heimildir:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/NAT123/sumar/lotukerfid/82.html
(06.02.2003)
http://visindavefur.hi.is/?id=2222
(09.02.2003)
http://www.lead-info.com/
(09.02.2003)
Höfundur:
Ásrún Jónsdóttir,
Nát 123
|