Bygging súrefnisatóms:
·
Fjöldi
róteinda í kjarna er 8
·
Fjöldi nifteinda í kjarna er 8
·
Fjöldi rafeinda á brautum er 8
Súrefni er málmleysingi og er að finna allstaðar í
andrúmsloftinu, algjörlega lyktarlaust, bragðlaust og litlaust. Það er
lífsnauðsynlegt fyrir allt lífríki á jörðinni. Súrefni verður til við
ljóstillífun og er í raun úrgangsefni frá lífverum sem ljóstillífa.
Ljóstillífun er afskaplega merkilegt ferli sem fer m.a. þannig fram að
grænukorn plantna taka til sín koldíoxíð úr andrúmsloftinu og umbreyta því í
súrefni með aðstoð sólarljóssins. Plöntur þurfa koldíoxíð til að framleiða
súrefni og við þurfum súrefni til að geta gefið frá okkur koldíoxíð, það er því
augljóst að mikilvægt er að jafnvægi haldist í náttúrunni til að líf þrífist
hér á jörð. Þess má geta að fyrir um þremur milljónum ára var ekkert súrefni að
finna í náttúrunni. Þá voru það örverur sem sáu um framleiðslu súrefnis með
ljóstillífun og lífið á jörðinni hefur smátt og smátt þróast samkvæmt því með
bættum lífskylirðum fyrir flóknari lífverur, núna skipar súrefni 21% af
andrúmsloftinu.
Súrefnisatóm finnst aldrei stakt í náttúrunni og þess
vegna er það súrefni, sem við öndum að okkur alltaf tvö súrefnisatóm eða O2.
Súrefni er mjög virkt og binst öðrum
frumefnum auðveldlega. Sem dæmi má nefna vatn, en það er samsetning tveggja
vetnissameinda og súrefissameindar. Táknið fyrir vatn er því H2O. Meirihluti
mannslíkamans er vatn og súrefni. Vatn er hollasti drykkurinn fyrir okkur því
hann svalar bæði vökva- og súrefnisþörf líkamans.
Um tveir þriðju
hlutar mannslíkama er súrefni
Níu-tíundu
hlutar vatns er súrefni
Úrgangsefni
plantna er súrefni
21%
andrúmsloftsins er súrefni
Höfundar: Anna Sigga, Drífa og Snjólaug
Heimildaskrá:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/NAT123/sumar/lotukerfid/8.html tekið 4 feb 03
http://www.aga.com/Web/Web2000/IS/WPP.nsf/pages/Odorox_surefni tekið 5.feb 03