Sætistala:
29
Atómmassi:
63,546
u
Bygging
atómsins: 29
róteindir, 34 nifeindir og 29 rafeindir.
Kopar tiheyrir hópi þjálla málma.
Bræðslumark 1083ºC og eðlismassi 8,92g/ml.
Kopar er dreginn af orðinu cuprum hinu fornu nafni Kýpur,
sem var þekkt fyrir koparnámur sínar. Kopar
var ein fyrsti málmurinn, sem menn komust upp á
lag með að hagnýta sér. Kopar finnst í
náttúrunni. Um 6000 f.kr. smíðuðu
Egyptar koparvopn og um 5000f.kr. hefstbronsöld.
Ef tini er blandað við kopar kemur út Brons.
Blanda af zinki og kopar er látún eða messing.
Einig er kopar blandaður út í eðalmálma
til að auka styrk þeirra. Spansgræna á
koparmunum er efnasamband kopars og súrefnis. Kopar er
rauðbrún á litinn. Hann ásamt gulli
eru einu málmarnir sem ekki eru litlausir. Nú
til dags er kopar aðalega notaður í leiðslur
og rör vegna rafmags og hita leiðsluhæfileika
sinar. Engin annar málmur er með betri rafleiðni
en kopar, kannski silfur sé einhvað betri.
Koparsambönd eru t.d notuð sem sveppaeyðir og til
fúavarna. Þegar maður ferðast til norðurlandana
eru flest öll hús máluð rauðbrún.
Það er vegna þessa koparsambanda sem fúaverja
og eyða sveppagróðri á húsunum.
Í Svíðþjóð er þessi
litur nefndur Falun-rautt . Fengið af bæ nokkrum í
norð-vestur Svíþjóð sem heitir Falun
og þar sem miklar koparnámur voru.
Kopar er líka að finna í líkama okkar
og er talið að meðaleinstaklingur sé með
100 - 150 mg af kopari í kroppnum.
Heimildir:
Íslenska Alfræði orðabókin.1990.
Bókaúgáfan Örn og Örlygur.
Reykjavík.
Ralph
E. Lapp. 1968. Efnið. Almenna bókafélagið.
Reykjavík.
Robin
Kerrod og Neil Ardley.1982. Efni og orka. Bókaúgáfan
Örn og Örlygur. Reykjavík.
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Cu.htm
Skoðuð 10.feb. 2003.
http://www.lyfja.is/print.html?page=article.print&cid=47&aid=139&PHPSESSID=1a44fcb380fc9dd2f9083ca35b17d9c0
Skoðuð 10.feb. 2003.
Höfundur:
Nanna Þórisdóttir, Nát 123
|