Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9
Atómmassi: 18,998 u

Bygging atómsins: Rafeindahýsing 1s(2)2s(2)2p(5)

Flúor hefur efnatáknið er F og eðlismassi 1,70 g/ml. Bræðslumark -219,6°C en suðumark -188°C. Flúor er Halógeni; sem er grængult, afar tærandi og hvarfgjarnt, baneitrað gas; rammasti oxari sem er þekktur.

Sagan:
Árið 1529 lýsti Georigius Agricola flúorsíði sem flöktandi efni, og árið 1670 fann Schwandhard það út að flúorspar var ætandi en það gróf ofan í gler sem hann var með. Scheeleog margir aðrir rannsóknarmenn, þeirra á meðal Davy, Gay-Lussac, Lavoisier, og Thenard, gerðu tilraunir meðflúorsýru, sumar tilraunirnar enduðu á sorglegan hátt. Frumefnið var loks einangrað árið1860 af Moisson eftir nær 74 ára sleitulausa vinnu.

Flúor er rafeindadrægasta og hvarfgjarnasta frumefnið. Fram að seinni heimsstyrjöldinni var flúor ekki framleitt í miklu magni en kjarnorkusprengjan breytti því einnig aðrar kjarnorkuáætlanir það er kjarnorkuverin. Öruggar flutnings aðferðir hafa nú komið fram og er hægt að flytja flúor í tonnatali. En til þess þurfti geymi úr stáli.

Um 1960 var sýnt fram á að styrja má tennur manna með jóskiptum þannig að flúoríðjónir taka sæti hýdroxíðjóna í kristalgrind tannglerungsins. Flúor gegnir nú mikilvægu hlutverki í tannvernd, er m.a. notað í tannkrem og sums staðar bætt í drykkjarvatn en það er umdeilt vegna eituráhrifa.

Forvitnilegt um efnið:
Okkur þótti forvitnilegt að Flúor mætti nota til að kljúfa atóm með ísatópum.

Heimildarskrá:

Íslenska Alfræði orðabókin A - G, Örn og Örlygur Reykjavík 1990

Höfundar: Friðfinnur Finnbjörnsson og Helga Gunnarsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Margrét Sigbjörnsdóttir