Sætistala:
7
Atómmassi:
14.0067 u
Dmitri Medeleev
gaf fyrst út frumefnatöfluna árið 1869.
Hann sýndi að þegar frumefnunum var raðað
samkvæmt atómmassa, kom út greinilegt munstur
þar sem ákveðnir eiginleikar efnanna komu fram
með vissu millibili. Taflan var byggð á vinnu
Mendeleev, en síðar kom efnafræðingurinn
Henry Mosely sem breytti röðuninni á efnunum
og lét þau nú frekar raðast eftir atómtölu,
frekar en atómmassa. Með þessari nýju
töflu gátu menn farið að koma með heildstæðar
kenningar um efni sem þeir voru ekki enn búnir
að uppgötva, en sáu útfrá töflunni
að þau væru til. Dæmi um þetta eru
geislavirku frumefnin, en efnafræðingar vissu að
þau væru til löngu áður en þeir
gátu sannað það.
Einingarnar í frumefnatöflunni skiptast í
lotur og raðir, það fyrrnefnda er lóðréttu
reitirnir og raðirnar þær láréttu.
Efnið
sem við ætlum að taka fyrir heitir Nitur. Það
er númer 7. í frumefnatöflunni, sem þýðir
einnig að það hefur atómmassann 14.0067
u. Nitur telst til málmleysingja og er þar í
hópi með súrefni, kolefni og vetni, svo fátt
eitt sé nefnt. Málmleysingjarnir eru samtals 10
talsins.
Nitur er
litalaust þegar það er í förstu
formi en við kjörhita (298K) er efnið í
gasformi. Vert er að taka fram að andrúmsloftið
sem við öndum að okkur inniheldur 78% nitur! Efnið
er það fimmta algengasta á þessari jörð,
þó að við vitum að svo er ekki endilega
á öðrum stöðum, t.a.m er nitur aðeins
3% af andrúmsloftinu á Mars.
Svo eru
nokkrir stuttir punktar um nitur sem við viljum koma á
framfæri:
- Nitur
er mjög óhvarfgjarnt efni
- Nitur
hentar vel sem umhverfi í ýmsum tilraunum
- Niturhópar
eru í flestum virkum sprengiefnum.
Nitur hefur
heitið Nitrogen á ensku en flestir kannast örugglega
við það. Það sýður við
77.2 Kelvin. Flestir ættu einnig að kannast við
ammóníak en það hefur verið notað
um árabil sem áburður, þ.e. helsta efnið
í ýmsum áburðum þó það
eitt og sér geri kannski ekki mikið gagn. Við sögðum
áður að nitur væri óhvarfgjarnt efni
en það er nýtt vel af t.d. Olíufélugunum
sem nota þetta sem verndarskjöld fyrir olíuna,
og nota það mikið við framleiðslu.
Hér
er svo hægt að sja stórskemmtilegt myndskeið
þar sem sýnt er hvað gerist þegar Nitrogen
Trioodide kemst í snertingu við eitthvað. Efnið
er einstaklega næmt fyrir snertingu en það er
það sem er notað eins og áður sagði
þegar sprengur eru gerðar, búið er að
vinna með frumefnið að einhverju leiti þó.
Hér
má sjá niturtanka, en efnið þó
það sé í andrúmsloftinu er næstum
við alkul
þegar það er í fljótandi formi
og ekki hægt að koma við það, verður
því að geyma
það í sérútbúnum geymum
Heimildir:
http://www.webelements.com/webelements/
- Frumefnataflan og örstutt kynning á efnunum
http://www.alken-murray.com/BioInfo2-03.htm
- Upplýsingar um hringrás niturs og ýmsa
eiginleika þess
http://www.efunda.com/materials/elements/element_info.cfm?Element_ID=N
- Ein önnur síðan með almennum upplýsingum
um nitur.
Höfundar:
Gunnar Örn Arnarsson og Davíð Rafn Kristjánsson,
Nát 123
|