Sætistala:
8
Atómmassi:
15.9994.
Bygging
atómsins: Kjarni
sem inniheldur +hlaðnar róteindir 0 nifteindir. Og
á tveim brautum umhverfis kjarnann svífa 8 rafeindir
2 á innri braut og 6 gildisrafeindir á ytri braut.
Þegar Súrefni verður jón tekur það
við 2 rafeindum og verður mínus hlaðið
-2.
Inngangur:
Ég valdi að fjalla um frumefnið Súrefni
(O). Mér finnst þetta áhugavert og merkilegt
frumefni. Það er forsendan fyrir nánast öllu
lífi á jörðinni, að undanskildum
ákveðnum bakteríum. Í þessu verkefni
verður fjallað um bæði efnafræðilegar
staðreyndir, og einnig ýmsan fróðleik.
Súrefni
er
efst í flokki ildisefnanna, en flokkurinn dregur nafn
sitt af Súrefni, ildi. Flokkurinn er nr.6 sem segir jafnframt
til um fjölda gildisrafeinda. Gildisrafeindir nefnast þær
rafeindir sem eru á ysta hvolfi atómsins. Í
þessu tilfelli eru þær 6. Í heildin
eru rafeindir Súrefnis 8. 2 á innri braut og 6
á ytri braut.
Myndin sýnir
súrefnisatóm, kjarna þess og
8 rafeindir á 2. brautum umhverfis kjarnann.
Nafn þess
er tilkomið:
Frá frönskum manni að nafni Antonie Laurent
Lavoisier.
Í einni tilraun sinni með lofttegundina komst hann
að því að hún gat myndað sýru.
Og gaf hann henni því nafnið Oxygen, sem samsett
er úr grísku orðunum oxys (sýra) og
gene (myndun), en á íslensku fékk það
nafnið Súrefni eða ildi. Súrefni fannst
árið 1774.
Hvar finnst
Súrefni í náttúrunni?
Lofttegundin Súrefni er algengust allra frumefna, helmingur
alls efnis á jörðinni. 21% af rúmtaki
andrúmsloftsins, og 2/3 af mannslíkamanum (vatn).
Í náttúrunni taka dýrin það
til sín úr andrúmsloftinu, en plönturnar
skila því á ný til loftsins.
Ildi O2, er einnig til sem Óson O3
.
Hvernig er
það notað?
T.d. á sjúkrahúsum í aðgerðum
og fyrir sjúklinga. T.d. gefið vegna lágrar
súrefnismettunar í blóði. Við köfun,
fjallgöngur í flugvélum og fl.
Annað
forvitnilegt um Súrefni:
Súrefni er litar og lyktarlaus lofttegund. Í andrúmsloftinu
er súrefnisstyrkur um 21%. Eðlisþyngd súrefnis
er 1,35 eða 1,11 sinnum eðlisþyngd lofts. Á
plánetunni Mars er innihald súrefnis 0.15%.
Ef súrefni er kælt niður í -183 gráður
þéttist það. Fljótandi súrefni
er fölblátt að lit. Efnið myndar þunnfljótandi
vökva. Við -219 gráður frýs Súrefni
og breytist í storku eða fast efni. Storkið Súrefni
er fölblátt á litinn eins og vökvinn.
Ástæðan fyrir því að fljótandi
og fast Súrefni skuli vera blátt er áhugavert
frá sjónarmiði eðlis og efnafræðinga.
Hún er sú að ljóseind á sýnilega
sviðinu getur örvað tvær samliggjandi sameindir
í þétta efninu einu. Sú ljósgleypni
verður til þess að efnið fær bláan
lit.
Lokaorð: Upplýsingum þessum um frumefnið
Súrefni var aflað eftir bestu getu. En að sjálfsögðu
eru þær bara hluti af þeim fróðleik,
og eðlis-og efnafræðilegu staðreyndum um þetta
merkilega og lífsnauðsynlega efni.
Heimildaskrá:
http://www2fa.is
http://www.visindavefur.hi.is
http://www,webelements.com
http://www.aga.com
Eðlis- og efnafræði eftir Rúnar S. Þorvaldsson.
Iðnú Utgáfa 2000.
Efnið eftir Ralph E. Lapp og ritstjóra tímaritsins
Life. Almenna bókafélagið AB.1968. Gísli
Ólafsson íslenskaði
Höfundur:
Elfa Björk Vigfúsdóttir, Nát 123
|