Sætistala:
8
Atómmassi:
16,00 u
Bygging
atómsins: Rafeindahýsing= 1s2 2s22p4
Eðlismassi=1,429
g/l
Suðumark=90,2K
Bræðslumark=54,8
Annað nafn yfir efnið er ildi. Súrefni er málmleysingi.
Enginn vafi liggur á því að súrefni
er eitt af okkar mikilvægasta frumefni og líklega
það sem við notum hvað mest í okkar
daglega lífi. Súrefnið var uppgvötað
af þeim C.Scheele og Priestley í Svíþjóð
og Englandi. Ef ekki væri súrefni á jörðinni
þá væri hér ekkert líf því
hver einasta lífvera gæti ekki lifað nema í
örfáar mínotur án þess að
fá súrefni.
Súrefni er lofttegund sem er fummtungur allra lofttegunda
í andrúmsloftinu og er það ekki aðeins
laust og óbundið í lofthjúpi jarðar
heldur er það einnig í fjölmörgum
efnasamböndum, bæði í föstum og fljótandi
. Súrefni gengur auðveldlega í sambönd
við önnur efni og myndast þá oft mikil
orka og er súrefni þá sagt vera mjög
hvarfgjarnt. Gott dæmi um hvarfgirni súrefnis er
t.d.bruni.
Dæmi um bruna súrefnis er til að mynda þegar
stórar eldflaugar eru sendar út í geiminn.
Í geimnum er hvorki súrefni né aðrar
lofttegundir sem leiðir til þess að ekki er hægt
að kveikja eld þar vegna þess að bruni gengur
fyrir súrefni. Eldflaugar þurfa hreint súrefni
til þess að brenna eldsneyti og til þess að
það geti orðið að veruleika í geimnum
þá blandast saman í hreyflum eldflaugarinnar
eldsneyti og hreint súrefni en af þeim verður
svo til fun heitur logi.
Súrefni
myndast einnig í vatni og nefnist það uppleyst
súrefni. Fiskar nýta sér það
þar sem vatn streymir í gegnum tálkn fiskana
og taka þau til sín súrefnið.
Súrefnið er einnig notað í fjallgöngum
og hjá köfurum. Þá bera menn súrefnið
með sér til þess að ná andanum.
Sérstakur loki skammtar þeim súrefni sem
heldur jöfnum þrýstingi á öndunarloftinu,
líkt og gert er í flugvélum.
Heimildir:
Alfræði
unga fólksins/kafli um súrefni.
Alfræði orðabókin III bindi/kafli um
súrefni
www.namsgagnastofnun.is
Höfundur:
Gunnar Örn Arnarson, Nát 123
|