Til baka 
 
 
Blý - Pb

 

Sætistala: 82
Atómmassi: 2207,2 u

Bygging atómsins: Rafeindauppröðun: -32-18-4.

Eðlismassi blýs er 11,34 g/cm3. Blý er þungmálmur. Suðumark blýs er 2022 K og bræðslumark þess er 600,61 K.

Blý er náttúrulegt efni sem er í örlitlu magni i flestum bergtegundum, jarðvegi og í seti hafs. Það er einkum unnið úr steindinni galena sem er blýsúlfíð (PbS). En það er mjög sjaldgæft að finna það útí náttúrunni.

Í gamla testamentinu er talað um blý og sýnir það hversu snemma notkun á því var hafin.

Blý veldur eitrun ef þess er neytt og þarf að nota það af varfærni vegna mikillar hættu á blýeitrun, en blýeitrun getur leitt mann til dauða. Blý flokkast sem spilliefni. Blýskot eru dæmi um mikla spillingu i umhverfinu en það eru skot sem skotveiðimenn nota mikið. Á Íslandi eru árlega notuð 55 tonn af blýi í skotfæri. Efnið er notað í t.d. lóðtin, í málningu sem litarefni, í rafgeyma, í bensín og sem geislavarnarefni fyrir röntgentæki. En margt af þessu hefur verið bannað sökum spillingu. Þess má einnig geta að blý ryðgar ekki.


Heimildir:

www.leit.is
www.google.com

Höfundur: Dóra Guðlaug Árnadóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Margrét Sigbjörnsdóttir